fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Freyr skrifar um ferðalok og árin sjö: „Eitt er víst, ég lagði líf og sál í starfið“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 12:00

Starfsteymi Íslands á EM í Frakklandi 2016 Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að ferðalokum finn ég þig sem mér fagnar höndum tveim,” skrifar Freyr Alexandersson í færslu sem hann birtir á opinni Instagram síðu sinni í dag. Þar fer hann yfir feril sinn hjá Knattspyrnusambandi Íslands en eftir sjö ár í starfi gæti verið komið að endalokum.

Freyr hóf störf hjá KSÍ árið 2013 og var þá landsliðsþjálfari kvenna, hann kom liðinu á Evrópumótið 2017 í Hollandi. Á sama tíma var hann lykilmaður í starfsliði Lars Lagerback og Heimis Hallgrímssonar hjá A-landsliði karla.

Freyr hefur svo síðustu tvö árin verið aðstoðarþjálfari Erik Hamren en hann er einn þeirra sem er orðaður nú við þjálfarastarfið. „Haustið 2013 skrifaði ég undir minn fyrsta samnings við KSÍ. Ekki óraði mér fyrir hvers lags ferðalag biði mín næstu sjö árin. Breytingin á sambandinu á þessum sjö árum er í raun ólýsanleg en á þessum tíma fékk ég að upplifa og taka þátt í því sem má kalla gullskeið Íslenskrar knattspyrnu.“

Freyr tók þátt í Evrópumótinu 2016 og Heimsmeistaramótinu 2018 með karlaliðinu. „Ég er 38ára og er búinn að upplifað það að fara á þrjú stórmót í knattspyrnu. Í öll skiptin var ég í stórum hlutverkum sem voru bæði krefjandi en ekki síður gríðarlega gefandi. Ég mun alltaf minnast þessa tíma með þakklæti og gleði í hjarta.“

Getty Images

Hann ræðir svo sársaukann sem fylgir því að hafa ekki komið landsliðinu inn á Evrópumótið í síðustu viku. „Með velgengni fylgja alltaf væntingar og sársaukinn sem fylgir því að komast ekki á lokamót er óbærilegur. Það hef ég einnig fengið að upplifa tvisvar sinnum og í bæði skiptin á loka augnablikum leiksins en þessar seinustu fimm mínútur á Puskas Areana munu aldrei gleymast. Spurningin er bara hvað maður á að gera við slíkar tilfinningar, það eina sem hægt er að gera er að læra af þeim. Um það snýst þessi leikur. Að notfæra sér öll augnablik til þess að vera betri.“

Freyr segir að eins og staðan sé í dag sé hann hættur störfum hjá KSÍ, hann hefur ráðið sig til starfa sem aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar í Katar. „Eins og staðan er í dag er komið að ferðalokum hjá mér með Íslenska landsliðinu. Öll þessi reynsla, allar þessar minningar eru mínar. Get ekki lýst því nægilega vel hversu þakklátur ég er fyrir minn tíma.“

Að lokum þakkar hann starfsfólki og leikmönnum fyrir. „Leikmenn og starfsmenn sem ég hef unnið með, ég á ykkur svo mikið að þakka. Við ykkur öll get ég bara sagt takk fyrir ferðalagið! Eitt er víst, ég lagði líf og sál í starfið. Það er og á að vera það eina sem er í boði þegar þú vinnur fyrir Ísland. Annað veit ég, reynslan sem ég hef áunnið mér mun nýtast Íslandi aftur. Hvenær getur framtíðin ein leitt í ljós.“

Hann endar svo á þessum orðum. „Þangað til næst, TAKK FYRIR MIG!.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by freyrale (@freyrale)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bjarki lánaður frá Víkingi á ný

Bjarki lánaður frá Víkingi á ný
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Spá fyrirliða, þjálfara og formanna – Val spáð titlinum í enn eitt skiptið

Spá fyrirliða, þjálfara og formanna – Val spáð titlinum í enn eitt skiptið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mikið áhyggjuefni fyrir Arteta í aðdraganda leiksins í kvöld

Mikið áhyggjuefni fyrir Arteta í aðdraganda leiksins í kvöld
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu hvað Mbappe gerði í gær sem ekki allir tóku eftir í beinni útsendingu

Sjáðu hvað Mbappe gerði í gær sem ekki allir tóku eftir í beinni útsendingu
433Sport
Í gær

Víkingur er meistari meistaranna eftir sigur í vítaspyrnukeppni – Sjáðu mörkin

Víkingur er meistari meistaranna eftir sigur í vítaspyrnukeppni – Sjáðu mörkin
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Xavi fékk rautt spjald fyrir hegðun sína í kvöld

Sjáðu myndbandið: Xavi fékk rautt spjald fyrir hegðun sína í kvöld