fbpx
Sunnudagur 17.janúar 2021
433Sport

Freyr Alexandersson um landsliðsþjálfarastarfið: „Ég vil bara liðinu allt það besta“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 08:17

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik Hamren lauk leik sem landsliðsþjálfari Íslans gegn Englandi í fyrradag, í rúm tvö ár hefur þessi geðþekki Svíi verið við stýrið.

Hamren tók sjálfur þá ákvörðun að stíga til hliðar og aldrei fóru neinar viðræður við KSÍ áframhaldandi starf, hann vildi stíga til hliðar eftir að hafa mistekist að koma liðinu á Evrópumótið. Óvíst er hvaða leið stjórn KSÍ fer, mun stjórn sambandsins halda áfram að leita út fyrir landsteinana eða horfa inn á við.

Freyr Alexandersson sem var aðstoðarþjálfari Hamren og starfaði náið með Lars Lagerback og Heimi Hallgrímssyni við góðan orðstír.

Freyr er einn af þeim sem er orðaður við starfið, en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. „Þetta er íslenska landsliðið og það er erfitt að segja nei við því, staðan er þannig að ég vil bara liðinu allt það besta. Ef stjórnin vill fara aðra leið en að vera með mig þá styð ég það 100 prósent, ég vil að þetta verði í lagi fyrir liðið frá og með næstu undankeppni. Ég ætla ekki að loka neinum dyrum, en eins og staðan er í dag þá er ég hættur,” sagði Freyr í samtali við DV, hann er aðstoðarþjálfari Al-Arabi í Katar með Heimi Hallgrímssyni

Ítarlegt viðtal við Freyr um Erik Hamren og hans starf með landsliðið má lesa í helgarblaði DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrsti sigur Sam Allardyce með West Brom kom gegn Wolves

Fyrsti sigur Sam Allardyce með West Brom kom gegn Wolves
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mourinho virðist láta Bale heyra það á æfingu Tottenham – „Viltu vera hér eða fara til Real Madrid“

Mourinho virðist láta Bale heyra það á æfingu Tottenham – „Viltu vera hér eða fara til Real Madrid“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tíma Özil hjá Arsenal að taka enda – Hefur náð samkomulagi um riftun á samningi

Tíma Özil hjá Arsenal að taka enda – Hefur náð samkomulagi um riftun á samningi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ráðþrota Zidane biðlar til stuðningsmanna Real Madrid um að sýna Hazard þolinmæði

Ráðþrota Zidane biðlar til stuðningsmanna Real Madrid um að sýna Hazard þolinmæði
433Sport
Í gær

Ofdekraðir karlmenn sem hlýða ekki reglum

Ofdekraðir karlmenn sem hlýða ekki reglum
433Sport
Í gær

50 bestu leikmenn allra tíma – „Aldrei hefur einn fótboltaleikmaður haldið liði gangandi eins og hann gerði á HM 86“

50 bestu leikmenn allra tíma – „Aldrei hefur einn fótboltaleikmaður haldið liði gangandi eins og hann gerði á HM 86“