fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Tjáir sig loksins um nóttina á Hótel sögu: „Þetta var ein erfiðasta stund lífs míns“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 08:54

Foden, Greenwood og íslensku stúlkurnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Phil Foden leikmaður Manchester City og enska landsliðsins var heldur betur í stuði í gær þegar enska landsliðið vann 4-0 sigur á Íslandi. Foden skoraði tvö mörk í síðari hálfleik og fullkomnaði þar góða endurkomu sína í liðið.

Foden var aftur valinn í landsliðið fyrir þetta verkefni eftir að hafa verið rekinn úr landsliðinu í september. Foden og Mason Greenwood höfðu þá brotið sóttvarnarreglur á Íslandi með því að bjóða tveimur íslenskum stúlkum á Hótel Sögu.

Vegna COVID-19 er leikmönnum í landsliðsverkefni bannað að hitta annað fólk til að koma í veg fyrir að smit breiðist út um leikmannahópinn. Málefni Foden og Greenwood vakti heimsathygli og hann tjáði sig um málið eftir sigurinn á Íslandi í gær.

„Þetta var eitt erfiðasta augnablik lífs míns,“ sagði Foden um það þegar allt komst upp og þeir félagar voru reknir úr landsliðinu.

„Á svona augnabliki þarftu traust þjálfarans og Gareth hefur borið mikla virðingu fyrir mér og treyst mér. Ég er þakklátur og er glaður með að geta borgað honum til baka með tveimur mörkum.“

„Ég ætlaði að sanna ágæti mitt nú þegar ég fékk traustið aftur, ég var stressaður til að byrja með en ég naut þess að koma aftur. Þetta eru mín fyrstu mörk fyrir England og þau eru mér mikilvægt. Ég get ekki hætt að brosa.“

Southgate segir að stressið hafi sést á Foden langar leiðir til að byrja með í þessu verkefni. „Það tók hann nokkra daga að ná sér, það sem hann hefur gengið í gegnum er mjög erfitt fyrir unga leikmenn. Á síðustu dögum fór hann að brosa meira. Ég er glaður, ég veit hvað hann getur gert fyrir England.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar