fbpx
Fimmtudagur 03.desember 2020
433Sport

Sjáðu myndirnar: Ari Freyr grét á Wembley – Síðasti dans hans fyrir Ísland?

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 21:48

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið átti aldrei möguleika gegn Englandi í síðasta leik Erik Hamren við stýrið í kvöld. Um var að ræða síðasta leik liðsins í Þjóðadeildinni á þessu tímabili. Declan Rice og Masoun Mount skoruðu mörk Englands í fyrri hálfleik en þau hefðu hæglega getað orðið miklu fleiri. Ögmundur Kristinsson sem stóð vaktina í marki Íslands í fyrri hálfleik varði vel.

Phil Foden skoraði þriðja mark leiksins eftir 80 mínútna leik og bætti svo við öðru fimm mínútum síðar með glæsilegu skoti. 4-0 tap staðreynd í kveðjuleik Erik Hamren. Íslenska liðið ógnaði marki Englands einu sinni en Kári Árnason var ekki langt frá því að skora í síðari hálfleik með skalla.

Að leik loknum settist Ari Freyr Skúlason niður á vellinum og felldi tár. Sérfræðingar Stöð2 Sport þeir Davíð Þór Viðarsson og Bjarni Guðjónsson telja að hann hafi spilað sinn síðasta landsleik, þetta ræddu þeir þegar myndavélin var á Ara sem felldi tár og virtist hugsi.

Ari er 33 ára gamall og hefur spilað 77 landsleiki fyrir Ísland, hann hefur upplifað allt það besta með landsliðinu. Hann var lykilmaður á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 en sat að mestu á bekknum á HM í Rússlandi.

Ari Freyr hefur að mestu spilað sem vinstri bakvörður fyrir landsliðið og lest það hlutverk frábærlega.

Getty Images
Getty Images
Getty Images
Getty Images
Getty Images
Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir Klopp nýta sér fjölmiðla líkt og Ferguson til að stjórna umræðunni

Segir Klopp nýta sér fjölmiðla líkt og Ferguson til að stjórna umræðunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ráðningarferlið í fullum gangi – Skoða íslenska og erlenda kosti

Ráðningarferlið í fullum gangi – Skoða íslenska og erlenda kosti
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stefnir í ótrúlega endurkomu Wilshere til Arsenal

Stefnir í ótrúlega endurkomu Wilshere til Arsenal
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fjórir leikir Zidane til að bjarga starfinu – Pochettino bíður og vonar

Fjórir leikir Zidane til að bjarga starfinu – Pochettino bíður og vonar
433Sport
Í gær

Shaktar Donetsk og Salzburg halda sér á lífi í Meistaradeildinni

Shaktar Donetsk og Salzburg halda sér á lífi í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Alisson ekki með Liverpool vegna meiðsla – Kelleher spilar sinn fyrsta Meistaradeildarleik

Alisson ekki með Liverpool vegna meiðsla – Kelleher spilar sinn fyrsta Meistaradeildarleik
433Sport
Í gær

Stelpurnar bíða frétta um örlög sín eftir glæsimark Berglindar í Ungverjalandi

Stelpurnar bíða frétta um örlög sín eftir glæsimark Berglindar í Ungverjalandi
433Sport
Í gær

Kolbeinn leitar að nýju félagi – Samkomulag um að rifta samningi hans í Svíþjóð

Kolbeinn leitar að nýju félagi – Samkomulag um að rifta samningi hans í Svíþjóð