fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Langt síðan að Hamren tók ákvörðun um að hætta

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. nóvember 2020 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik Hamren kveður íslenska landsliðið í kvöld þegar England og Ísland mætast í lokaumferð Þjóðadeildar UEFA í kvöld. Leikurinn fer fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum, hefst kl. 19:45 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Íslenska liðið er sem kunnugt er þegar fallið í B-deild Þjóðadeildarinnar og enska liðið á ekki möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Belgar og Danir mætast á sama tíma og er það úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins.

Hamren greindi frá því um helgina að hann hefði ákveðið að stíga til hliðar sem þjálfari liðsins. „Ég hef verið að hugsa um þetta lengi. Markmiðið var að fara með Ísland á EM og ég hafði trú á því þegar ég tók við starfinu. Ég hef verið þar tvisvar með Svíþjóð og að eiga möguleika á að fara þangað með Íslandi hefði verið frábært. Svo hætta eftir það og láta einhvern annan taka við,“ sagði Hamren í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson á Stöð 2 Sport.

Hamren segir talsvert síðan að hann hafi ákveðið að stíga til hliðar, sama hvort Ísland hefði farið á EM eða ekki.

„Ég hafði hugsað um þetta og við vorum fimm mínútum frá EM. Ég hef hugsað um hvað myndi gerast ef okkur tækist ekki að komast á EM. Þetta var spurning sem ég hafði hugsað í langan tíma. Ég tók ákvörðunina fyrir einhverju síðan og hefði sagt þetta sama ef við hefðum tapað undanúrslitaleiknum gegn Rúmeníu [í síðasta mánuði]. Ég veit ekki hvenær ég tók ákvörðunina en það var fyrir löngu síðan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld

Stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir þessari ákvörðun Klopp í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður