fbpx
Miðvikudagur 02.desember 2020
433Sport

Var sparkað í burtu fyrir að vera of feitur sem krakki – Hefur ekki neinn áhuga á að snúa aftur

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane einn ástsælasti sonur Tottenham ólst upp sem stuðningsmaður Arsenal og var hjá félaginu til ellefu ára aldurs þegar hann var látinn fara. Þjálfarar í unglingaliðum Arsenal töldu að Kane myndi ekki slá í gegn og töldu hann vera of feitan. Of þykkur og ekki mikill íþróttamaður voru orðin sem notuð voru þegar Kane var sagt að fara frá Arsenal ungur að árum.

Hann gekk yfir lækinn og náði að heilla forráðamenn Tottenham og fékk samning þar. Í dag er hann einn besti framherji í heimi og hefur engan áhuga á að snúa aftur til Arsenal. Erkifjendurnir í Lundúnum töpuðu þegar þeir slepptu Kane.

„Þegar þú varst krakki þá varstu stuðningsmaður Arsenal, stoltur af því. Hvað gerðist hjá þér Kan?,“ sagði Piers Morgan þegar hann talaði við Kane á ITV í morgun.

„Ég spilaði ungur með Arsenal og því miður fyrir Arsenal, þá létu þeir mig fara, ég hef verið hjá Tottenham frá ellefu ára aldri og notið þess,“ sagði Kane léttur.

Þegar hann var spurður hvort hann vildi ekki koma aftur til Arsenal, var svarið einfallt. „Ekki séns, ég er á góðum stað hjá Tottenham,“ sagði Kane við Morgan sem er frægasti stuðningsmaður Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fjórir leikir Zidane til að bjarga starfinu – Pochettino bíður og vonar

Fjórir leikir Zidane til að bjarga starfinu – Pochettino bíður og vonar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir leikstíl Klopp stóra ástæðu þess að leikmenn Liverpool hrynja nú niður

Segir leikstíl Klopp stóra ástæðu þess að leikmenn Liverpool hrynja nú niður
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Clara farin í ÍBV frá Selfossi

Clara farin í ÍBV frá Selfossi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Shaktar Donetsk og Salzburg halda sér á lífi í Meistaradeildinni

Shaktar Donetsk og Salzburg halda sér á lífi í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Hafa til morguns til að gefa út ákæru á Cavani

Hafa til morguns til að gefa út ákæru á Cavani
433Sport
Í gær

Nýjar upplýsingar um andlát Maradona: Hjúkrunarkonan laug – Blandaði saman áfengi og pillum

Nýjar upplýsingar um andlát Maradona: Hjúkrunarkonan laug – Blandaði saman áfengi og pillum