fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Kári segir fréttamönnum að grátbiðja þá um að halda áfram: „Nú þurfa nokkrir af þeim að finna lausn“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason telur að hann muni á morgun spila sinn síðasta landsleik fyrir Íslands, hann verður fyrirliði liðsins gegn Englandi á Wembley. Kári fagnar 39 ára afmæli sínu á næsta ári og hefur reynst íslenska liðinu vel.

Kári leikur með Víkingi í efstu deild karla hér á landi og ætlar hið minnsta að taka eitt ár til viðbótar. Muni eftirmaður Erik Hamren leitast eftir því að hafa Kára í landsliðinu, þá ætlar hann að vera klár í slaginn.

„Ég ætla ekki að gefa það út að þetta sé minn síðasti leikur, ef kallið kemur þá mæti ég alltaf. Það er mjög líklegt að þetta verði minn síðasti landsleikur, hver sá sem tekur við af Erik Hamren mun líklega ekki leita í efstu deild á Íslandi eftir 39 ára varnarmanni. Það kemur í ljós, ef þetta er síðasti leikurinn er Wembley frábært svið fyrir það,“ sagði Kári Árnason á fréttamannafundi á Wembley í dag.

Erik Hamren lætur af störfum eftir leikinn en hann er vel liðinn á meðal leikmanna og hefur fengið ósanngjarna gagnrýni að mati Kári í starfi. „Ég held að allir leikmenn þessa liðs séu sammála um að þetta er gott þjálfarteymi, Hamren og Freyr hafa verið dæmdir á ósanngjarnan hátt. Við náðum góðum árangri í riðlinum fyrir undankeppni EM, við náðum í 19 stig sem hefði átt að duga til að fara áfram ef Frakkland hefði bara klárað sitt eins og menn. Þeir mættu bara ekki í fyrri leikinn við Tyrki sem gerðu sitt vel. Tyrkir náðu í fleiri stig og við áttum einn slakan leik gegn Albaníu. Sigur í honum og við hefðum jafnað stigamet okkar í undankeppni en það hefði samt ekki dugað. Svo erum við í A-deild í Þjóðadeildinni og það er ætlast að við klárum Danmörku, England og Belgíu. Það hefur verið mikið um meiðsli, mér finnst gagnrýni á þessa þjálfara óréttlát. Leikirnir sem skiptu máli voru í undankeppni EM og þeir voru mjög fínir. Svo er bara þetta fíaskó í Ungverjalandi síðustu mínúturnar.“

Kári ætlar að spila áfram næsta sumar eftir vonbrigði með Víkingi í ár. „Ég get ekki sagt skilið við Víkinga eftir svona tímabil, það var ekki gott. Mig langar að breyta því. Maður veit svo aldrei hvað gerist með landsliðið, við höfum glímt við mikil meiðsli og ég er alltaf klár. Mér finnst ólíklegt að nýr þjálfari leiti til mín en mér líður oftast vel í þessum landsleikjum.“

Að lokum sagði Kári svo að íslenska þjóðin og fréttamenn ættu að grátbiðja gullkynslóð Íslands um að halda áfram með landsliðinu. „Ég held að það sé best fyrir fréttamenn um að grátbiðja þá um að halda áfram, þetta er eina liðið sem hefur gert eitthvað í landsliðinu. Þú spilar bara á þínu sterkasta liðið, þessir leikmenn kunna að vinna og tími ungra stráka kemur. Ég er að taka mig út úr þessari mynd, ég er talsvert eldri. Flestir af þeim eru í kringum þrítugt, ef þeir haldast heilir þá eru þetta okkar bestu menn. Þeir vita nákvæmlega hvað þarf til þess að ná árangri. Félagsliða fótbolta er allt annar. Þeir eiga nóg eftir ef þeir haldast heilir. Nú þurfa nokkrir af þeim að finna lausn, ég er að tala um Jóhann Berg, Alfreð og Kolbein sem dæmi. Það þýðir ekki að tjasla sér saman fyrir einn leik og meiðast svo aftur. Ef þeir haldast heilir þá eru þetta okkar bestu menn,“ sagði Kári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum