fbpx
Miðvikudagur 02.desember 2020
433Sport

Vongóðir um að Telles geti spilað um helgina

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 19:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Manchester United, eru vongóðir um að vinstri bakvörðurinn Alex Telles nái að spila með liðinu um næstkomandi helgi. Telles er sagður hafa greinst Covid-19 í annað skipti og nú í landsliðsverkefni með Brasilíu.

„Jákvæð niðurstaða úr skimun Alex þýðir ekki endilega að hann hafi greinst í annað skipti með Covid-19,“ sagði í yfirlýsingu sem enska félagið gaf frá sér í dag.

Telles var greindur með Covid-19 undir lok októbermánaðar og talið var að hann væri búinn að ná sér af veirunni og væri ekki lengur smitandi þegar hann var valinn í landslið Brasilíu. Verið er að kanna stöðuna á leikmanninum núna og fá úr því skorið hvort hann sé smitandi.

„Við vonum enn að leikmaðurinn megi spila á laugardaginn í ensku úrvalsdeildinni,“ stóð í yfirlýsingu Manchester United.

Telles gekk til liðs við Manchester United frá Porto í byrjun þessa tímabils. Hann náði að spila einn leik fyrir félagið áður en hann greindist með Covid-19.

 

 

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Heitar umræður Í Svíþjóð eftir fréttir um skyndilegt brotthvarf Kolbeins – „Sorglegt“

Heitar umræður Í Svíþjóð eftir fréttir um skyndilegt brotthvarf Kolbeins – „Sorglegt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liverpool komnir í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar – Porto einnig öruggir áfram

Liverpool komnir í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar – Porto einnig öruggir áfram
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Alisson ekki með Liverpool vegna meiðsla – Kelleher spilar sinn fyrsta Meistaradeildarleik

Alisson ekki með Liverpool vegna meiðsla – Kelleher spilar sinn fyrsta Meistaradeildarleik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sá fjórði frá Barcelona til Everton?

Sá fjórði frá Barcelona til Everton?
433Sport
Í gær

Konan unga fengið morðhótanir eftir að hafa neitað að heiðra minningu Maradona

Konan unga fengið morðhótanir eftir að hafa neitað að heiðra minningu Maradona
433Sport
Í gær

Brjálaður Benedikt eftir ákvörðun Svandísar: „Í VG er fólk sem hefur engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi“

Brjálaður Benedikt eftir ákvörðun Svandísar: „Í VG er fólk sem hefur engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi“