fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Missti aldrei meðvitund eftir áreksturinn við Albert

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kasper Schmeichel markvörður danska landsliðsins var alltaf með meðvitund og var í góðu jafnvægi eftir leikinn gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í gær, segir Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari.

Kasper Schmeichel var skipt af velli í leikhléi eftir harðan árekstur við Albert Guðmundsson þegar Danir unnu 2-1 sigur.

Markvörðurinn var slappur í hálfleik og var ákveðið að taka hann af velli en hann var fljótur að jafna sig. „Hann leit ágætlega út eftir leikinn og söng með liðinu. Við þurfum að sjá hvernig hann verður en við vonum að þetta sé ekki alvarlegt,“ sagði Hjulmand

Ísland tapaði á svekkjandi hátt gegn Danmörku í gær en Danir skoruðu sigurmark sitt úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Hörður Björgvin Magnússon baðaði út höndunum þegar hann stökk upp í skallabolta og boltinn fór í hönd hans. Eriksen skoraði af öryggi og tryggði Dönum sigur.

Danir komust yfir eftir tólf mínútna leik með marki Christian Eriksen úr vítaspyrnu. Dómurinn var umdeildur en Ari Freyr Skúlason var dæmdur brotlegur fyrir litlar sakir.

Viðar Örn Kjartansson jafnaði svo leikinn fyrir Ísland þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum, Viðar tók færið sitt vel eftir að hafa komið inn sem varamaður. Viðar fyrsti Íslendingurinn til að skora á Parekn síðan Hermann Gunnarsson gerði það í 14-2 tapinu árið 1967.

Í uppbótartíma kom svo sigurmarkið en höggið sem Schmeichel fékk má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar