fbpx
Miðvikudagur 02.desember 2020
433Sport

Látnir dúsa á flugvellinum í sex klukkutíma – „Erum við í gíslingu?“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pierre-Emerick Aubameyang framherji Arsenal er ekki í góðu skapi í verkefni með Gabon en liðinu var haldið á flugvelli í Gambíu í fleiri klukkustundir í nótt.

Liðin etja kappi í Afríkukeppninni í þeirri von um að komast inn í lokamótið. Þegar liðsmenn Gabon lentu á flugvellinum í Gambíu voru vegabréf þeirra tekinn.

Liðið var látið dúsa á flugvellinum í sex klukkutíma áður en þeim var hleypt inn í landið. „Þvílíkt kvöld á flugvellinum,“ skrifaði Aubameyang og merkti knattspyrnusamband Afríku inn í færsluna.„Ég vil bara vita hvers vegna Gambía hélt vegabréfum okkar í fleiri klukkustundir, erum við í gíslingu? Ætlið þið að loka augum ykkar fyrir þessu? Ég vil sjá næsta þátt af þessum farsa,“
skrifaði framherjinn reiður.

Aubameyang sagði að þessi framkoma á flugvellinum myndi bara kveikja í leikmönnum Gabon fyrir leikinn mikilvæga gegn Gambíu.

Liðinu var hleypt út af flugvellinum rétt fyrir 06:00 að staðartíma en leikurinn gið Gambíu hefst klukkan 16:00 að staðartíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Konan unga fengið morðhótanir eftir að hafa neitað að heiðra minningu Maradona

Konan unga fengið morðhótanir eftir að hafa neitað að heiðra minningu Maradona
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brjálaður Benedikt eftir ákvörðun Svandísar: „Í VG er fólk sem hefur engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi“

Brjálaður Benedikt eftir ákvörðun Svandísar: „Í VG er fólk sem hefur engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sér eftir því að hafa haldið COVID partý á meðan unnustan var ekki heima

Sér eftir því að hafa haldið COVID partý á meðan unnustan var ekki heima
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ísland gæti stigið stórt skref inn á EM í dag

Ísland gæti stigið stórt skref inn á EM í dag
433Sport
Í gær

Liverpool leggur inn beiðni fyrir stækkun Anfield – Kostnaður upp á 10,6 milljarða

Liverpool leggur inn beiðni fyrir stækkun Anfield – Kostnaður upp á 10,6 milljarða
433Sport
Í gær

Ísak Bergmann spilaði allan leikinn í sigri

Ísak Bergmann spilaði allan leikinn í sigri