fbpx
Miðvikudagur 02.desember 2020
433Sport

Vísa frá ákærum KR og Fram

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 11:56

© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aga og úrskurðarnefnd KSÍ hefur vísað frá ákærum bæði KR og Fram er varðar enalok Íslandsmótanna en bæði félög telja að KSÍ hafi ekki farið eftir reglugerð sinni þegar allt var blásið af.

Bæði félög geta nú áfrýjað þessu máli og farið með það lengra.

Um mál KR:
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í máli nr. 11/2020 KR gegn Stjórn KSÍ. Hefur málinu verið vísað frá aga- og úrskurðarnefnd.

Í niðurstöðukafla segir m.a.:

„Af framangreindum ákvæðum reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál leiðir að ekki er gert ráð fyrir að ákvarðanir sem teknar eru af KSÍ eða í þessu tilfelli stjórn KSÍ sæti kæru til aga- og úrskurðarnefndar nema sérstök heimild liggi til þess í lögum eða reglugerðum KSÍ. Af hálfu kæranda hefur ekki verið vísað til slíkra heimilda og brast kæranda samkvæmt framangreindu heimild til þess að kæra KSÍ enda getur það ekki verið varnaraðili málsins, sbr. gr. 7.4 reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Fær þetta jafnframt stoð í dómi áfrýjunardómstóls KSÍ í máli nr. 1/2016.“

Frestur málsaðila til að áfrýja máli til áfrýjunardómstóls KSÍ eru 3 dagar frá því að úrskurður aga- og úrskurðarnefndar er kveðinn upp og skulu almennir frídagar ekki taldir með.

Um mál Fram:
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kveðið upp úrskurð í máli nr. 12/2020 Fram gegn Stjórn KSÍ. Hefur málinu verið vísað frá aga- og úrskurðarnefnd.

Í niðurstöðukafla segir m.a.:

„Af framangreindum ákvæðum reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál leiðir að ekki er gert ráð fyrir að ákvarðanir sem teknar eru af KSÍ eða í þessu tilfelli stjórn KSÍ sæti kæru til aga- og úrskurðarnefndar nema sérstök heimild liggi til þess í lögum eða reglugerðum KSÍ. Af hálfu kæranda hefur ekki verið vísað til slíkra heimilda og brast kæranda samkvæmt framangreindu heimild til þess að kæra KSÍ enda getur það ekki verið varnaraðili málsins, sbr. gr. 7.4 reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Fær þetta jafnframt stoð í dómi áfrýjunardómstóls KSÍ í máli nr. 1/2016.“

Frestur málsaðila til að áfrýja máli til áfrýjunardómstóls KSÍ eru 3 dagar frá því að úrskurður aga- og úrskurðarnefndar er kveðinn upp og skulu almennir frídagar ekki taldir með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fjórir leikir Zidane til að bjarga starfinu – Pochettino bíður og vonar

Fjórir leikir Zidane til að bjarga starfinu – Pochettino bíður og vonar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir leikstíl Klopp stóra ástæðu þess að leikmenn Liverpool hrynja nú niður

Segir leikstíl Klopp stóra ástæðu þess að leikmenn Liverpool hrynja nú niður
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Clara farin í ÍBV frá Selfossi

Clara farin í ÍBV frá Selfossi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Shaktar Donetsk og Salzburg halda sér á lífi í Meistaradeildinni

Shaktar Donetsk og Salzburg halda sér á lífi í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Hafa til morguns til að gefa út ákæru á Cavani

Hafa til morguns til að gefa út ákæru á Cavani
433Sport
Í gær

Nýjar upplýsingar um andlát Maradona: Hjúkrunarkonan laug – Blandaði saman áfengi og pillum

Nýjar upplýsingar um andlát Maradona: Hjúkrunarkonan laug – Blandaði saman áfengi og pillum