fbpx
Miðvikudagur 27.janúar 2021
433Sport

Guardiola og De Bruyne báðir í viðræðum við City um að framlengja

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæði Pep Guardiola og Kevin De Bruyne ræða nú við forráðamenn Manchester City um að framlengja dvöl þeirra hjá félaginu.

Meiri pressa er á forráðamönnum City að klára samning við Guardiola en samningur hans er á enda næsta sumar. Hann hefur verið orðaður við endurkomu til Barcelona.

De Bruyne er með samning til 2023 en vill framlengja dvöl sína og það vilja forráðamenn City líka.

„Ég er ánægður í Manchester, ég er hjá góðu félagi með góða eigendur. VIð erum að ræða saman en það er ekki langt komið. Ég sé sjálfur um viðræðurnar núna,“ sagði miðjumaðurinn knái.

„Ég vil vera áfram hjá City svo þetta eru ekki flóknar viðræður. Ég væri með aðstoðarmann ef ég vildi fara frá félaginu en þetta er einfallt.“

De Bruyne er einn besti miðjumaður í heimi og hefur verið algjör lykilmaður hjá City síðustu ár.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heiðarlegur Björn Bergmann – Er að elta aurana fari hann til Molde

Heiðarlegur Björn Bergmann – Er að elta aurana fari hann til Molde
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hákon Arnar skoraði sitt fyrsta mark fyrir FCK – Af mikilli knattspyrnuætt

Hákon Arnar skoraði sitt fyrsta mark fyrir FCK – Af mikilli knattspyrnuætt