fbpx
Miðvikudagur 02.desember 2020
433Sport

Arsenal tekur þátt í umhverfisátaki Sameinuðu Þjóðanna

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 19:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska knattspyrnufélagið Arsenal, er fyrsta félagið í ensku úrvalsdeildinni til þess að taka þátt í stóru verkefni á vegum Sameinuðu Þjóðanna sem nefnist UN Sports for Climate Action Framework.

Verkefnið er á sviði umhverfismála og með þátttöku sinni skuldbindur félagið sig til þess að leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsbreytingar og hjálpa öðrum við að gera slíkt hið sama.

Fimm lykilmarkmið eru skilgreind í verkefninu:

  • Innleiða breytingar í starfsemi félagsins sem stuðla að meiri umhverfisábyrgð
  • Draga úr heildar loftslagsáhrifum
  • Stuðla að fræðslu um loftslagsaðgerðir
  • Stuðla að sjálfbærri og ábyrgri neyslu
  • Tala fyrir loftslagsaðgerðum

Arsenal hefur síðastliðin ár gripið til ýmissa aðgerða með það að markmiði að draga úr þeim neikvæðu áhrifum sem starfsemi félagsins kann að hafa á umhverfið.

Meðal þeirra aðgerða sem félagið hefur gripið til er að gróðursetja rúmlega 29.000 tré á æfingasvæði sínu í London Colney og koma fyrir kerfi á æfingasvæðinu sem endurnýtir það vatn sem notað er til þess að vökva vellina. Með tilkomu kerfisins náði félagið að endurnýta rúmlega 4,5 milljónir lítra af vatni á síðasta ári.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Konan unga fengið morðhótanir eftir að hafa neitað að heiðra minningu Maradona

Konan unga fengið morðhótanir eftir að hafa neitað að heiðra minningu Maradona
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brjálaður Benedikt eftir ákvörðun Svandísar: „Í VG er fólk sem hefur engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi“

Brjálaður Benedikt eftir ákvörðun Svandísar: „Í VG er fólk sem hefur engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sér eftir því að hafa haldið COVID partý á meðan unnustan var ekki heima

Sér eftir því að hafa haldið COVID partý á meðan unnustan var ekki heima
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ísland gæti stigið stórt skref inn á EM í dag

Ísland gæti stigið stórt skref inn á EM í dag
433Sport
Í gær

Liverpool leggur inn beiðni fyrir stækkun Anfield – Kostnaður upp á 10,6 milljarða

Liverpool leggur inn beiðni fyrir stækkun Anfield – Kostnaður upp á 10,6 milljarða
433Sport
Í gær

Ísak Bergmann spilaði allan leikinn í sigri

Ísak Bergmann spilaði allan leikinn í sigri