fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Viðar fékk orð í eyra frá Hamren – „Hann hlustaði“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 15. nóvember 2020 22:04

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er stoltur af öllum leiknum, sérstaklega þegar við fengum á okkur ódýra vítaspyrnu. Danir voru meira með boltann í fyrri hálfleik og við lögðum mikið á okkur varnarlega,“ sagði Erik Hamren á Stöð2 Sport eftir leikinn við Dani í kvöld.

Ísland tapaði á svekkjandi hátt gegn Danmörku í kvöld en Danir skoruðu sigurmark sitt úr vítaspyrnu í uppbótatíma. Hörður Björgvin Magnússon baðaði út höndunum þegar hann stökk upp í skallabolta og boltinn fór í hönd hans. Eriksen skoraði af öryggi og tryggði Dönum sigur.

Danir komust yfir eftir tólf mínútna leik með marki Christian Eriksen úr vítaspyrnu. Dómurinn var umdeildur en Ari Freyr Skúlason var dæmdur brotlegur fyrir litlar sakir. Viðar Örn Kjartansson jafnaði svo leikinn fyrir Ísland þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum, Viðar tók færið sitt vel eftir að hafa komið inn sem varamaður. Viðar fyrsti Íslendingurinn til að skora á Parekn síðan Hermann Gunnarsson gerði það í 14-2 tapinu árið 1967.

Í uppbótartíma kom svo sigurmarkið. „Við vildum vera nær þeim í síðari hálfleik þegar við vorum að pressa, við vorum of langt frá þeim í upphafi leiks.“

Viðar Örn Kjartansson svaraði kallinu eftir áskorun frá Hamren þegar hann var að koma inn sem varamaður. „Við vorum með átta nýja leikmenn í byrjunarliðinu, ég var ánægður með alla í kvöld. Við spiluðum góðan fótbolta í síðari hálfleik. Ég sagði við Viðar að fara inn og skora, hann hlustaði.“

Erik Hamren mun stýra Íslandi í síðasta sinn á miðvikudag gegn Englandi. „Þetta eru frábærir strákar að vinna með, þeir hafa frábært viðhorf. Það voru erfiðir dagar fyrir leikinn, við vorum langt niðri eftir tapið í Ungverjalandi. Þetta var eitt erfiðasta tap sem ég hef upplifað, starfsliðið kom þeim í gírinn fyrir þennan leik. Við vildum vinna leikinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði