fbpx
Miðvikudagur 02.desember 2020
433Sport

Landsliðsmenn nálgast metin merkilegu

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 15. nóvember 2020 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar litið er yfir leikmannahóp A landsliðs karla, leikjafjölda og markaskorun einstakra leikmanna, má sjá að góðar líkur eru á að leikja- og markamet landsliðsins falli á næstu misserum.

Leikjahæsti leikmaður A landsliðs karla frá upphafi er Rúnar Kristinsson, sem lék 104 leiki fyrir Ísland árin 1988-2004. Rúnar er raunar eini leikmaður A landsliðs karla sem hefur náð yfir hundrað leikjum. Ragnar Sigurðsson hefur leikið 97 leiki nú þegar og mun vafalítið rjúfa 100 leikja múrinn á næsta ári. Birkir Már Sævarsson er kominn með 93 landsleiki og Kári Árnason með 86. Tveir leikmenn náðu þeim áfanga gegn Ungverjum á dögunum að leika sinn 90. A-landsleik, þeir Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason, og báðir gætu þeir farið yfir 100 leikja markið áður en langt um líður.

Markahæstu leikmenn A landsliðs karla frá upphafi eru þeir Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn Sigþórsson. Eiður Smári skoraði 26 mörk í 88 leikjum árin 1996-2016. Kolbeinn hefur skorað 26 mörk í 59 leikjum og vantar því aðeins eitt mark til að komast upp fyrir Eið. Skammt undan er Gylfi Þór Sigurðsson, sem hefur skorað 25 mörk í 77 leikjum með A landsliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Konan unga fengið morðhótanir eftir að hafa neitað að heiðra minningu Maradona

Konan unga fengið morðhótanir eftir að hafa neitað að heiðra minningu Maradona
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brjálaður Benedikt eftir ákvörðun Svandísar: „Í VG er fólk sem hefur engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi“

Brjálaður Benedikt eftir ákvörðun Svandísar: „Í VG er fólk sem hefur engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sér eftir því að hafa haldið COVID partý á meðan unnustan var ekki heima

Sér eftir því að hafa haldið COVID partý á meðan unnustan var ekki heima
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ísland gæti stigið stórt skref inn á EM í dag

Ísland gæti stigið stórt skref inn á EM í dag
433Sport
Í gær

Liverpool leggur inn beiðni fyrir stækkun Anfield – Kostnaður upp á 10,6 milljarða

Liverpool leggur inn beiðni fyrir stækkun Anfield – Kostnaður upp á 10,6 milljarða
433Sport
Í gær

Ísak Bergmann spilaði allan leikinn í sigri

Ísak Bergmann spilaði allan leikinn í sigri