fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Íslendingar töpuðu fyrir Dönum – Belgar of stór biti fyrir Englendinga

Sóley Guðmundsdóttir
Sunnudaginn 15. nóvember 2020 22:14

Christian Eriksen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta leikjum var að ljúka í Þjóðadeildinni.

Í A-deild riðli 1 tók Ítalía á móti Póllandi. Ítalía sigraði leikinn með tveimur mörkum gegn engu. Jorgino og Domenico Berardi skoruðu mörk Ítala. Jacek Góralski í liði Póllands fékk rautt spjald á 77. mínútu.

Ítalía er á toppi riðilsins með níu stig og Pólland er í þriðja sæti með sjö stig.

Í A-deild riðli 2 tók Danmörk á móti Íslandi og Belgía tók á móti Englandi. Danmörk sigraði Ísland með tveimur mörkum gegn einu. Christian Eriksen skoraði bæði mörk Dana úr vítaspyrnum. Viðar Örn Kjartansson skoraði mark Íslands. Nánar má lesa um leikinn með því að smella hér.

Belgía sigraði England með tveimur mörkum gegn engu. Mörk Belga skoruðu Youri Tielemans og Dries Mertens.

Belgía er á toppi riðilsins með 12 stig, Danmörk er í öðru sæti með tíu stig, England er í þriðja sæti með sjö stig og Ísland er á botninum án stiga.

Í B-deild riðli 1 tók Austurríki á móti Norður Írlandi. Austurríki sigraði leikinn 2-1. Mörk Austurríkis skoruðu Louis Schaub og Adrian Grbić. Josh Magennis skoraði leik Norður Íra.

Austurríki er á toppi riðilsins með 12 stig og Norður Írland er á botninum með eitt stig.

Í B-deild riðli 2 tók Tékkland á móti Ísrael. Heimamenn sigruðu leikinn 1-0. Vladimír Darida skoraði eina mark leiksins á sjöundu mínútu. Hatem Abd Elhamed leikmaður Ísrael fékk rautt spjald á 81. mínútu.

Tékkland er í öðru sæti riðilsins með níu stig. Ísrael er í þriðja sætinu með fimm stig.

Í B-deild riðill 3 tók Ungverjaland á móti Serbíu. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Nemanja Radonjić skoraði mark Serba og Zsolt Kalmár skoraði mark Ungverja.

Ungverjar eru í öðru sæti riðilsins með átta stig eins og Rússar sem eru á toppnum. Serbía er á botninum með þrjú stig.

Í C-deild riðill 3 tók Moldóva á móti Grikklandi og Slóvenía tók á móti Kósóvó.  Grikkland sigraði Moldóvu með tveimur mörkum gegn engu. Kostas Fortounis og Anastasios Bakasetas skoruðu mörk Grikkja.

Slóvenía sigraði Kósóvó með tveimur mörkum gegn einu. Vedat Muriqi skoraði eina mark Kósóvó. Jasmin Kurtić og Josip Iličić skoruðu mörk Slóvena.

Slóvenía er á toppi riðilsins með 13 mörk, Grikkland er í öðru sæti með 11 stig, Kósóvó er í þriðja sæti með tvö stig og Moldóva er á botninum með eitt stig.

A-deild riðill 1

Ítalía 2 – 0 Pólland
1-0 Jorgino (27’)(Víti)
2-0 Domenico Berardi (84‘)
Rautt spjald: Jacek Góralski, Pólland (77‘)

A-deild riðill 2

Danmörk 2 – 1 Ísland
1-0 Christian Eriksen (12’)(Víti)
1-1 Viðar Örn Kjartansson (85’)
2-1 Christian Eriksen (90+2’)(Víti)

Belgía 2 – 0 England
1-0 Youri Tielemans (10‘)
2-0 Dries Mertens (24‘)

B-deild riðill 1

Austurríki 2 – 1 Norður Írland
0-1 Josh Magennis (75’)
1-1 Louis Schaub (81’)
2-1 Adrian Grbić (87‘)

B-deild riðill 2

Tékkland 1 – 0 Ísrael
1-0 Vladimír Darida (7‘)
Rautt spjald: Hatem Abd Elhamed, Ísrael (81‘)

B-deild riðill 3

Ungverjaland 1 – 1 Serbía
0-1 Nemanja Radonjić (17‘)
1-1 Zsolt Kalmár (39‘)

C-deild riðill 3

Moldóva 0 – 2 Grikkland
0-1 Kostas Fortounis (32‘)
0-2 Anastasios Bakasetas (41‘)

Slóvenía 2 – 1 Kósóvó
0-1 Vedat Muriqi (58’)
1-1 Jasmin Kurtić (63‘)
2-1 Josip Iličić (90+3‘)(Víti)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði