fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
433Sport

Gylfi Þór segir síðustu daga hafa verið þá erfiðustu

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 15. nóvember 2020 22:16

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Tveir mismunandi hálfleikar,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson á Stöð2 Sport eftir 1-2 tap gegn Dönum í Þjóðadeildinni. Ísland tapaði á svekkjandi hátt gegn Danmörku í kvöld en Danir skoruðu sigurmark sitt úr vítaspyrnu í uppbótatíma. Hörður Björgvin Magnússon baðaði út höndunum þegar hann stökk upp í skallabolta og boltinn fór í hönd hans. Eriksen skoraði af öryggi og tryggði Dönum sigur.

Danir komust yfir eftir tólf mínútna leik með marki Christian Eriksen úr vítaspyrnu. Dómurinn var umdeildur en Ari Freyr Skúlason var dæmdur brotlegur fyrir litlar sakir. Viðar Örn Kjartansson jafnaði svo leikinn fyrir Ísland þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum, Viðar tók færið sitt vel eftir að hafa komið inn sem varamaður. Viðar fyrsti Íslendingurinn til að skora á Parekn síðan Hermann Gunnarsson gerði það í 14-2 tapinu árið 1967.

Í uppbótartíma kom svo sigurmarkið. „Að ná að jafna og þrjár mínútur eftir þá svekkjandi að fá á sig markið í uppbótartíma.“

Ísland átti ágætis frammistöðu í kvöld en liðið hafði misst af EM sæti á fimmtudag, svona segir Gylfi dagana á milli leikja hafa verið. „Já þetta er búið að vera mjög erfitt, einhverjir erfiðustu dagarnir á ferlinum. Við höfum upplifað mjög góða tíma síðustu ár, kannski of góðu vön síðustu árum. Dagarnir eftir leikinn voru mjög erfiðir, ágætt að fá leik sem fyrst. Reyna að halda áfram en ekki gleyma þessu,“ sagði Gylfi.

Gylfi verður ekki með gegn Englandi en það verður síðasta leikur Erik Hamren með liðið. „Þetta var minn síðasti leikur undir stjórn Hamren.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ásdís Rán á svakalegu djammi með Kanye West þegar önnur stórstjarna mætti – „Kanye vísar honum út og lítur í aðra átt“

Ásdís Rán á svakalegu djammi með Kanye West þegar önnur stórstjarna mætti – „Kanye vísar honum út og lítur í aðra átt“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Frank Lampard hafnaði áhugaverðu starfi eftir viðræður

Frank Lampard hafnaði áhugaverðu starfi eftir viðræður
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Meistaraheppni yfir Víkingum þegar þeir heimsóttu Fram

Meistaraheppni yfir Víkingum þegar þeir heimsóttu Fram
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Cole Palmer slátraði slöku Everton liði

Cole Palmer slátraði slöku Everton liði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nokkrir leikmenn United bíða eftir fréttum af Ten Hag – Skoða þá hvort þeir verði áfram að reyni að fara

Nokkrir leikmenn United bíða eftir fréttum af Ten Hag – Skoða þá hvort þeir verði áfram að reyni að fara
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jói Kalli framlengir við KSÍ og mun áfram aðstoða Hareide

Jói Kalli framlengir við KSÍ og mun áfram aðstoða Hareide
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leifur: „Það er yfirleitt talað um okkur eins og eitthvað fallbyssufóður“

Leifur: „Það er yfirleitt talað um okkur eins og eitthvað fallbyssufóður“
433Sport
Í gær

Mikil gleðitíðindi fyrir Víking

Mikil gleðitíðindi fyrir Víking