fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Einkunnir þegar Ísland tapaði í Kaupmannahöfn – Sverrir Ingi bestur

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 15. nóvember 2020 21:40

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland tapaði á svekkjandi hátt gegn Danmörku í kvöld en Danir skoruðu sigurmark sitt úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Hörður Björgvin Magnússon baðaði út höndunum þegar hann stökk upp í skallabolta og boltinn fór í hönd hans. Eriksen skoraði af öryggi og tryggði Dönum sigur.

Danir komust yfir eftir tólf mínútna leik með marki Christian Eriksen úr vítaspyrnu. Dómurinn var umdeildur en Ari Freyr Skúlason var dæmdur brotlegur fyrir litlar sakir.

Viðar Örn Kjartansson jafnaði svo leikinn fyrir Ísland þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum, Viðar tók færið sitt vel eftir að hafa komið inn sem varamaður. Viðar fyrsti Íslendingurinn til að skora á Parekn síðan Hermann Gunnarsson gerði það í 14-2 tapinu árið 1967.

Í uppbótartíma kom svo sigurmarkið. Slæmt Íslands gegn Dönum heldur þó áfram en í 25 tilraunum hefur Ísland aldrei unnið, hafa Danir unnið 21 af þeim.

Hér að neðan eru einkunnir úr leiknum.

Rúnar Alex Rúnarsson 7
Átti eina frábæra vörslu í síðari hálfleik og gerði sitt vel

Birkir Már Sævarsson 6
Komst nokkuð áfallalaust frá sínum aðgerðum.

Hólmar Örn Eyjólfsson 5
Virkaði örlítið óöruggur framan af leik en kom til baka.

Sverrir Ingi Ingason 7 – Maður leiksins
Var besti varnarmaður liðsins, þarf að stíga upp og eigna sér stöðu í hjarta varnarinnar núna.

Hörður Björgvin Magnússon 4
Of margar sendingar fram völlinn sem höfðu engan tilgang eða voru langt frá samherja. Skrýtnar handahreyfingar í vítaspyrnunni sem tryggði Dönum sigur.

Ari Freyr Skúlason 5
Fékk ódýra vítaspyrnu dæmda á sig en var ágætur utan þess.

Arnór Sigurðsson (´70) 5
Fengið fjölda tækifæra með landsliðinu og væntingarnar til hans eru miklar, þarf að fara að sýna sömu takta og hann gerir með félagsliði.

Gylfi Þór Sigurðsson 6
Komst lítið í boltann framarlega á vellinum til að búa til hluti framan af en fann sinn takt þegar skiptingarnar komu.

Birkir Bjarnason 6 (´46)
Var með sprækari mönnum Íslands í fyrri hálfleik en fór af velli í hálfleik, líkleg meiddur.

Albert Guðmundsson (´74) 5
Sýndi smá takta í fyrri hálfleik en þess utan ekkert að fá boltann á stöðum til að búa til hluti.

Jón Daði Böðvarsson (´70) 5
Var í engum takti stærstan hluta leiksins

Varamenn:

Guðlaugur Victor Pálsson (´46) 6
Ágætur í hlutverki miðjumanns í kvöld.

Aron Einar Gunnarsson (´70) 7
Kom með kraftinn sem þurfti inn í leikinn

Viðar Örn Kjartansson (´70) 7
Tók færið sitt hrikalega vel

Alfreð Finnbogason (´74)
Spilaði ekki nóg til að fá einkunn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals

Ólafur Karl Finsen orðinn leikmaður Vals
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins

Stuðningsmenn United margir að fá nóg – Skila inn miðum fyrir leik kvöldsins
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Áfall fyrir Liverpool – Diogo Jota enn á ný meiddur

Áfall fyrir Liverpool – Diogo Jota enn á ný meiddur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi
433Sport
Í gær

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin