fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
433Sport

Toddi Örlygs tekur við af Óla Jó og stýrir Stjörnunni með Rúnari

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild hefur gengið frá ráðningu á Þorvaldi Örlygssyni sem kemur inn í þjálfarateymið hjá meistaraflokki karla.

Þorvaldur lét af störfum sem þjálfari U19 ára landsliðsins á dögunum. Hann tekur við af Ólafi Jóhannessyni sem hætti í síðustu viku.

„Við fögnum komu Þorvaldar og lítum á hans ráðningu sem mikilvægan hluta af því sem við stefnum á að gera á komandi árum. Þorvaldur er reynslumikill þjálfari sem við vitum að deilir sýn okkar til framtíðar og við hlökkum til að hefjast handa.“ segir Helgi Hrannarr formaður mfl. kk.

Þorvaldur, sem er knattspyrnuáhugafólki að góðu kunnur, tók við starfi þjálfara U19 karla í árslok 2014. Síðan þá hefur hann stýrt U19 liðinu í 22 leikjum, auk þess að stýra U18 liði karla í 8 leikjum.

Þorvaldur var áður þjálfari Fram, Keflavíkur, HK, ÍA, KA og Fjarðabyggðar áður en hann tók við starfinu hjá KSÍ.

Þorvaldur átti farsælan feril sem leikmaður en hann lék lengi vel á Englandi auk þess að vera lykilmaður í íslenska landsliðinu.

„Ég fagna komu Þorvaldar, reynslumikill og öflugur þjálfari sem ég hlakka til að vinna með, getum ekki beðið með að hefja störf“ segir Rúnar Páll

Sjálfur lýsir Þorvaldur því yfir að hann sé fullur tilhlökkunar og ánægju fyrir því að takast á við þau verkefni sem framundan eru hjá félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Katarskt félag staðfestir komu James

Katarskt félag staðfestir komu James
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal tilbúið að taka enn frekar til í markvarðamálum

Arsenal tilbúið að taka enn frekar til í markvarðamálum
433Sport
Í gær

Liverpool setur 9 milljarða í bætingar á Anfield – Nokkur þúsund auka sæti

Liverpool setur 9 milljarða í bætingar á Anfield – Nokkur þúsund auka sæti
433Sport
Í gær

Sonur Ronaldo miklu betri en hann var á sama aldri

Sonur Ronaldo miklu betri en hann var á sama aldri