fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
433Sport

Jóhann Laxdal leggur skóna á hilluna aðeins þrítugur – „Hver byrjun á sinn enda“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. nóvember 2020 17:22

Jóhan fagnar með bróður sínum Daníel Laxdal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við kveðjum eitt stærsta Stjörnuhjartað í dag, Jóhann Laxdal sem hefur ákveðið að leggja skónna á hilluna. Jóhann hefur leikið með félaginu alla sína tíð og síðustu 13 ár þar sem hann hefur spilað 241 leik fyrir meistaraflokk karla og skorað í þeim 14 mörk,“ segir á vef stjörnunnar.

Jóhann er aðeins þrítugur en hann hefur lengi staðið vaktina í vörn Stjörnunnar.

„Það er mikil sorg í hjörtum okkar Stjörnumanna að kveðja einn mesta liðsmann okkar frá stofnun félagsins, mann sem var tilbúinn í hvað sem er og var í huga margra holdgervingur baráttu og vilja okkar til að ná lengra. Fordæmið sem hann setti inná vellinum var til eftirbreyttni og nú er það annarra leikmanna að taka við því hlutverki, þó fótsporin séu stór sem þarf að fylla. Það hefur verið heiður að fylgjast með Jóa öll þessi ár, baráttunni, kraftinum og viljanum til að ná lengra en við höfðum áður upplifað. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka Jóhanni Laxdal persónulega fyrir hans ómetanlega framlag, hans verður sárt saknað af vellinum en þekkjandi manninn veit ég að hann mun fyrr en varir leggja sitt af mörkum til frekari uppbyggingar félagsins. Takk Jói#4″, segir Helgi Hrannarr formaður m.fl ráðs.

Yfirlýsingu Jóhanns má lesa hér f. neðan
Hver byrjun á sinn enda
Eftir mikla umhugsun hef ég ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þetta er erfið ákvörðun, en ég trúi því að þetta sé rétta skrefið fyrir mig á þessum tímapunkti.
Ég vil þakka því yndislega fólki sem ég hef kynnst í gegnum öll mín ár í fótbolta.
Stjarnan á og hefur átt mitt hjarta síðan ég man eftir mér og gæti ég ekki verið stoltari að hafa tekið þátt í uppbyggingu félagsins.
Félagið hefur gefið mér svo margt og ég er þakklátur fyrir öll þau tækifæri sem ég hef fengið. Ég tek með mér svo margar góðar minningar og sterk vinasambönd.
Það er margt sem ég á eftir að sakna við Stjörnuna og eitt af því er svo sannarlega að spila fyrir framan Silfurskeiðina. Ég mun taka við nýju hlutverki sem stuðningsmaður á næsta ári.
Skíni Stjarnan.
Jóhann Laxdal

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hefur tröllatrú á Ronaldo – ,,Ég þori að veðja á að hann verði stjóri Manchester United eftir 18 mánuði“

Hefur tröllatrú á Ronaldo – ,,Ég þori að veðja á að hann verði stjóri Manchester United eftir 18 mánuði“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allsvenskan: Elfsborg tapaði mikilvægum leik – Ari Freyr og félegar í Evrópubaráttu

Allsvenskan: Elfsborg tapaði mikilvægum leik – Ari Freyr og félegar í Evrópubaráttu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vesen hjá Rooney og félögum – Greiðslustöðvun og 12 stig í mínus

Vesen hjá Rooney og félögum – Greiðslustöðvun og 12 stig í mínus
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KSÍ gæti þurft að greiða Kolbeini miska- og fjártjónsbætur: Neita að biðjast afsökunar

KSÍ gæti þurft að greiða Kolbeini miska- og fjártjónsbætur: Neita að biðjast afsökunar
433Sport
Í gær

Ný yfirlýsing KSÍ – „Úttekt á viðbrögðum vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum“

Ný yfirlýsing KSÍ – „Úttekt á viðbrögðum vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum“
433Sport
Í gær

Deildarbikarinn: Minamino með tvennu í sigri Liverpool – Mahrez skoraði tvö fyrir City

Deildarbikarinn: Minamino með tvennu í sigri Liverpool – Mahrez skoraði tvö fyrir City