fbpx
Fimmtudagur 22.október 2020
433Sport

Telur að Solskjær verði hent fyrir rútuna

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. október 2020 09:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane fyrrum fyrirliði Manchester United telur að leikmenn félagsins muni henda Ole Gunnar Solskjær fyrir rútuna og kosta hann þannig starfið.

Manchester United fékk skell um liðna helgi gegn Tottenham og Keane fannst erfitt að horfa á það. „Þetta var til skammar, við eigum allir slakan leik en þetta var skammarlega lélegt. Frammistaðan hjá nokkrum leikmönnum var hræðileg,“ sagði Keane.

Keane hefur í mörg ár talað um að í hópi United séu leikmenn sem leiki tveimur skjöldum, þeir stingi stjórann sinn í bakið og komist þannig upp með miðlungs frammistöður ár eftir ár.

„Það eru of margir þarna sem stinga þig í bakið og munu kosta Ole starfið, þessir leikmenn hafa gert það við fyrrum stjóra og þeir munu gera það sama við Ole.“

Solskjær hefur stýrt United í tæp tvö ár en vond byrjun á tímabilinu hefur sett af stað sögusagnir þess efnis að hann verði rekinn.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kórónuveiran hefur nú þegar kostað United 12 milljarða

Kórónuveiran hefur nú þegar kostað United 12 milljarða
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Grænt ljós á æfingar liða á höfuðborgarsvæðinu – Þetta eru reglurnar sem fara þarf eftir

Grænt ljós á æfingar liða á höfuðborgarsvæðinu – Þetta eru reglurnar sem fara þarf eftir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hefði allt farið í háaloft ef stjórnin hefði tekið aðra ákvörðun? – „Hefðum aldrei setið þegj­andi og hljóðalaust“

Hefði allt farið í háaloft ef stjórnin hefði tekið aðra ákvörðun? – „Hefðum aldrei setið þegj­andi og hljóðalaust“
433Sport
Í gær

Meistaradeild Evrópu: Rashford tryggði Manchester United sigur á PSG

Meistaradeild Evrópu: Rashford tryggði Manchester United sigur á PSG
433Sport
Í gær

Morðhótanir á liðsfélaga Gylfa til rannsóknar hjá lögreglu – Dómarinn settur í kælingu

Morðhótanir á liðsfélaga Gylfa til rannsóknar hjá lögreglu – Dómarinn settur í kælingu
433Sport
Í gær

Enn eitt högg í maga Özil

Enn eitt högg í maga Özil