fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Stjórnarmaðurinn biðst afsökunar á því að hafa gagnrýnt Kolbein opinberlega í gær

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. október 2020 10:49

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgeir Sigurðsson stjórnarmaður hjá Knattspyrnusambandi Íslands hefur beðist afsökunar á færslum sínum í gær um Kolbein Sigþórsson framherja íslenska karlalandsliðsins.

Valgeir fékk mikla gagnrýni fyrir að stíga fram og gagnrýna framherja liðsins eftir góðan sigur á Rúmeníu í umspili um laust sæti á EM. „Eftir leik: Góður sigur Íslands., Gylfi! Aron Einar! Guðlaugur Victor orðinn lykilmaður, síðasti landsleikur Kolbeins? Tólfan með sitt á hreinu,“ skrifaði Valgeir að leik loknum.

Meira:
Stjórnarmaður KSÍ fær gagnrýni fyrir að stíga fram í kvöld og gagnrýna eina af stjörnum liðsins

Hann hefur nú dregið í land og kveðst draga lærdóm af þessu. „Stjórnarmaðurinn lifir og lærir,“ segir Valgeir á Twitter í dag.

Eftir að hafa sofið á málinu virðist Valgeir nú óska þess að Kolbeinn sem er markahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands verði sem lengst í bláu treyjunni. „Vona að öllu hjarta að við sjáum Kolla sem allra lengst,“ skrifar Valgeir.

Kolbeinn kom inn sem varamaður fyrir Alfreð Finnbogason í leiknum en framherjinn er markahæsti leikmaður í sögu Íslands ásamt Eiði Smára Guðjohnsen.

Þórður Einarsson einn af fimm þjálfurum Þróttar var einn af þeim sem gagnrýdni Valgeir í gær. „Er það samt hlutverk stjórnarmanna í KSÍ að tvíta svona um einstaka leikmenn liðsins . Óheppilegt.“

Meira:
Stjórnarmaður KSÍ fær gagnrýni fyrir að stíga fram í kvöld og gagnrýna eina af stjörnum liðsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert