fbpx
Þriðjudagur 20.október 2020
433Sport

„Það er munur á því að vera í himnaríki eða í helvíti“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. október 2020 21:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Gleði, léttir og allt þar á milli,“ sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands eftir 2-1 sigur á Rúmeníu í kvöld. Íslenska liðið er komið í úrslitaleik gegn Ungverjalandi um laust sæti á EM næsta sumar.

Hamren brosti sínu breiðasta eftir leikinn þegar hann ræddi við fréttamenn. „Leikur eins og þessi, þetta er himnaríki eða helvíti eftir svona leik. Það er munur á því að vera í himnaríki eða í helvíti, það er gott að vera í himnaríki. Þetta er mikilvægt fyrir KSÍ og leikmennina, frammistaðan var góð. vörnin var frábær hjá öllu liðinu og við skoruðum tvö góð mörk,“ sagði Hamren.

Hamren hafð ekki séð vítaspyrnuna sem Rúmenar fengu, hún var umdeild. „Ég hef ekki séð neitt, ekki rangstöðuna þar sem Alfreð skoraði og ekki vítaspyrnudóminn. Ég sá dóttur mína í Dubai og hún sagði mér að þetta væri ekki vítaspyrna.“

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands fær að vera á landinu til mánudags og nær því leiknum gegn Dönum á sunnudag. „Enginn fer úr hópnum eftir Dana leikinn, Aron fær að vera áfram. Það fer enginn, U21 strákarnir koma. Ég veit ekki með meiðsli,“ sagði Hamren en ólíklegt er að Kári Árnason verði leikfær.

Guðlaugur Victor Pálsson var frábær í leiknum og fékk hrós frá Hamren. „Hann er að taka stöðu hægri bakvarðar og spila hana vel, hann er ekki þarna með félagsliði sínu. Hann er svo sterkur líkamlega, þegar hann notar það þá er hann frábær. Hann sýndi styrk sinn á miðsvæðinu gegn Englandi, hann er með það sem ég vil sjá hjá leikmanni innan vallar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Manchester United skoðar íslenska vonarstjörnu

Manchester United skoðar íslenska vonarstjörnu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ákvörðun Svandísar vekur upp furðu og reiði: „Einn mesti farsi síðari ára“

Ákvörðun Svandísar vekur upp furðu og reiði: „Einn mesti farsi síðari ára“
433Sport
Í gær

Dæmdur fyrir að taka þátt í hópnauðgun en hafnar öllu – „Ég sé eftir því að hafa haldið framhjá“

Dæmdur fyrir að taka þátt í hópnauðgun en hafnar öllu – „Ég sé eftir því að hafa haldið framhjá“
433Sport
Í gær

Andrea svaf lítið og upplifði mikla smitskömm – „Áfall að sjá númerið á símanum“

Andrea svaf lítið og upplifði mikla smitskömm – „Áfall að sjá númerið á símanum“
433Sport
Í gær

Einn sá best gefur lítið fyrir samsæriskenningar Henderson – „Mane var rangstæður“

Einn sá best gefur lítið fyrir samsæriskenningar Henderson – „Mane var rangstæður“
433Sport
Í gær

Stíf fundarhöld hjá KSÍ í dag – Ákvörðun gæti legið fyrir síðdegis

Stíf fundarhöld hjá KSÍ í dag – Ákvörðun gæti legið fyrir síðdegis