fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
433Sport

Manchester United – Arsenal: 14 ár frá því Arsenal tók þrjú stig frá Old Trafford

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 31. október 2020 18:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikur 7. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar fer fram á sunnudaginn þegar Manchester United tekur á móti Arsenal á Old Trafford.

Gengi Arsenal gegn Manchester United á Old Trafford hefur ekki verið glæsilegt upp á síðkastið. Arsenal tók síðast þrjú stig frá vellinum tímabilið 2006/2007, Lundúnarliðið fór þá með 0-1 sigur af hólmi eftir mark frá Adebayor á 85. mínútu.

Tölfræðin er ekki með Arsenal fyrir leikinn á sunnudaginn. Á síðustu 40 árum hefur félagið aðeins unnið fimm deildarleiki á Old Trafford og þeir hafa allir endað 0-1.

Barátta þessa tveggja liða teygir sig langt aftur og var einna hörðust í stjóratíð Sir Alex Ferguson og Arsené Wenger. Nú blása nýjir vindar, gamlar kempur liðanna eru við stjórnvölin og búast má við skemmtilegum leik.

Arsenal er fyrir leikinn í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 9 stig eftir 6 leiki. Manchester United er í 15. sæti með 7 stig eftir 5 leiki.

Leikurinn á sunnudaginn hefst klukkan 16:30

 

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stiklað á stóru: Ferill Maradona í máli og myndum

Stiklað á stóru: Ferill Maradona í máli og myndum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Meistaradeild Evrópu: Manchester City áfram í 16-liða úrslit

Meistaradeild Evrópu: Manchester City áfram í 16-liða úrslit
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar minnast Maradona: ,,Sá mest heillandi, sá gallaðasti”

Íslendingar minnast Maradona: ,,Sá mest heillandi, sá gallaðasti”
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Allt bólgnaði upp hjá Pogba

Allt bólgnaði upp hjá Pogba