fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
433Sport

Chelsea ekki í vandræðum með Burnley

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 31. október 2020 16:55

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirburðir Chelsea voru miklir þegar liðið vann 0-3 útisigur gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jóhann Berg var ekki í leikmannahóp Burnley vegna meiðsla.

Hakim Ziyech kom Chelsea yfir með marki á 26. mínútu eftir stoðsendingu frá Tammy Abraham.

Þannig stóðu leikar allt þangað til á 63. mínútu er varnarmaðurinn Kurt Zouma tvöfaldaði forystu Chelsea með skallamarki eftir hornspyrnu Mason Mount.

Timo Werner bætti við þriðja marki Chelsea á 70. mínútu. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum, 0-3 sannfærandi sigur Chelsea því staðreynd.

Chelsea er eftir leikinn í 4. sæti deildarinnar með 12 stig eftir 7 leiki. Burnley er hins vegar í basli í neðsta sæti deildarinnar með 1 stig eftir 6 leiki.

Burnley 0 – 3 Chelsea 
0-1 Hakim Ziyech (’26)
0-2 Kurt Zouma (’63)
0-3 Timo Werner (’70)

 

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Meistaradeild Evrópu: Manchester City áfram í 16-liða úrslit

Meistaradeild Evrópu: Manchester City áfram í 16-liða úrslit
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Arsenal á morgun – Rúnar Alex í markinu

Líklegt byrjunarlið Arsenal á morgun – Rúnar Alex í markinu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Allt bólgnaði upp hjá Pogba

Allt bólgnaði upp hjá Pogba
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Diego Maradona látinn 60 ára að aldri

Diego Maradona látinn 60 ára að aldri