fbpx
Sunnudagur 17.janúar 2021
433Sport

Eyjamenn öskureiðir eftir ákvörðun Helga og stjórnar: „Ég kom aftur og fórnaði námi og atvinnu“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 30. október 2020 22:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að stuðningsmenn ÍBV botni hvorki upp né niður í ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar og Helga Sigurðssonar þjálfara. Einn reynslumesti leikmaður liðsins, Víðir Þorvarðarson fékk þau skilaboð í gær að starfskrafta hans væri ekki lengur óskað. Víðir sem var fyrirliði liðsins í sumar átti eitt ár eftir af samningi sínum.

ÍBV ákvað hins vegar að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi Víðis sem er 28 ára gamall. Víðir skrifa langan pistil um þetta mál í stuðningsmannahóp ÍBV og er sár og svekktur.

„Áfram ÍBV! Alltaf allstaðar Frá blautu barnsbeini hef ég verið stuðningsmaður ÍBV og lét mig dreyma um að spila fyrir félagið. Ég naut þess að spila í yngri flokkum félagsins uns ég fluttist til Garðabæjar til að fara í framhaldsskóla. Þar spilaði ég fyrir Stjörnuna en fann að það var ekki það sama og að spila fyrir uppeldisfélagið,“ skrifar Víðir í pistli sínum á Facebook í
gær.

Víðir fluttist svo aftur heim til Eyja eftir að faðir hans Þorvarður Vigfús Þorvaldsson lenti í alvarlegu slysi og lék með liðinu frá 2012 til 2015.

„Á þeim tíma lenti faðir minn í slysi og þegar í ljós kom hve alvarlegt það var ákvað ég að flytja heim því ég taldi að hann yrði að sjá mig spila á Hásteinsvelli í ÍBV treyjunni. Það tókst og það gekk meira að segja helvíti vel. Hann sá mig spila og skora mörk fyrir félagið sem hann unni svo heitt,“ skrifar Víðir.

Þorvaður lést árið 2015 og náði ekki að sjá Víði bera fyrirliðaband ÍBV í sumar. „Því miður náði hann ekki að sjá mig leiða liðið sem fyrirliði því það var ein af mínum stoltustu stundum. Eftir fráfall hans fluttist ég aftur uppá land til að hefja nám á háskólastigi. Það var erfitt að slíta sig frá bandalaginu svo ég kom aftur til eyja og fórnaði námi og atvinnu fyrir félagið.“

ÍBV féll úr efstu deild í fyrra og eftir að hafa tjaldað miklu til mistókst liðinu að endurheimta sætið sitt. Víðir ætlaði sér að hjálpa félaginu aftur upp. „Þegar liðið féll var ég staðráðinn í að gera allt til að koma liðinu aftur á þann stað sem það á heima. Eftir vonbrigða sumar sem var að líða hvarlaði ekki að mér að breyta því markmiði,“ skrifar Víðir og segir svo frá fundi sínum með með forráðamönnum félagsins í dag.

„Í dag var ég hins vegar kallaður á fund þar sem mér var tjáð að ákveðið hefur verið að segja upp samningi mínum þar sem stjórnarmenn og þjálfarar telja sig ekki hafa not fyrir krafta mína. Þessar fréttir komu mér á óvart og voru mér þyngri en tárum taki.“

Víðir ætlar að hætta í fótbolta á meðan ÍBV telur sig ekki hafa not fyrir krafta hans.

„Ég mun því vera partur af upprisu félagsins sem stuðningsmaður en ekki leikmaður. Þetta þýðir að skórnir eru farnir upp í hillu því eins og staðan er vil ég ekki spila fyrir annað félag en ÍBV. Vona ég þó einn daginn að fá tækifæri til að stíga aftur inn á Hásteinsvöll í hvítri ÍBV treyju og berjast fyrir bandalagið mitt sem ég elska svo heitt. Ljóst er að það gerist ekki á meðan sitjandi stjórn og þjálfarar eru við völdin. Takk fyrir mig stuðningsmenn. Hlakka til að slást í hópinn með ykkur

Ykkar leikjahæsti leikmaður síðustu 10 ára.
Víðir Þorvarðarson,“ skrifar Víðir til stuðningsmanna ÍBV.

Svörin láta ekki á sér standa:

Stuðningsmenn ÍBV eru vægast sagt ósáttir með þessa ákvörðun Helga Sigurðssonar og stjórnar knattspyrnudeildar. „Er þetta falin myndavél? Vona svo innilega að þú vaknir með skilaboðin: ,,Allt í plati” frá stjórn ÍBV á mrg,“ skrifar einn stuðningsmaður ÍBV:

Annar harður stuðningsmaður skrifar svo. „Orðlaus… . Þetta er i raun galið. Í ljósi stefnu Bandalagsins að byggja þetta á heimamönnum. Getum verið sammála um að þú áttir ekki þitt besta tímabil enn lifið er skin og skúrir. Meira að segja bikaróði átti off season. Við stuðningsmenn elskum þig og eg veit að þu munt aftur klæðast hvitu treyjunni Mátt bogna enn ekki brotna,“ skrifar þessi aðili.

„HA?! Í HVAÐ veröld lifum við ? Uppaldir Eyjapeyja með mikla reynslu í stað fyrir hvað? Ekki vanur að tjá mig um mitt ástkæra IBV á neikvæða hátt, en þetta skil ég Ekki, alls EKKI. Er orðlaus, segi því ekki meira, því betra er að þegja en vitleysu segja,“ skrifar svo annar og fjöldi annara tekur undir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrsti sigur Sam Allardyce með West Brom kom gegn Wolves

Fyrsti sigur Sam Allardyce með West Brom kom gegn Wolves
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mourinho virðist láta Bale heyra það á æfingu Tottenham – „Viltu vera hér eða fara til Real Madrid“

Mourinho virðist láta Bale heyra það á æfingu Tottenham – „Viltu vera hér eða fara til Real Madrid“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tíma Özil hjá Arsenal að taka enda – Hefur náð samkomulagi um riftun á samningi

Tíma Özil hjá Arsenal að taka enda – Hefur náð samkomulagi um riftun á samningi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ráðþrota Zidane biðlar til stuðningsmanna Real Madrid um að sýna Hazard þolinmæði

Ráðþrota Zidane biðlar til stuðningsmanna Real Madrid um að sýna Hazard þolinmæði
433Sport
Í gær

Ofdekraðir karlmenn sem hlýða ekki reglum

Ofdekraðir karlmenn sem hlýða ekki reglum
433Sport
Í gær

50 bestu leikmenn allra tíma – „Aldrei hefur einn fótboltaleikmaður haldið liði gangandi eins og hann gerði á HM 86“

50 bestu leikmenn allra tíma – „Aldrei hefur einn fótboltaleikmaður haldið liði gangandi eins og hann gerði á HM 86“