fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Ellert var beðinn um að greiða mútur – „Maðurinn horfði á mig eins og hvern annan fávita“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 30. október 2020 07:59

Samsett mynd. Sepp Blatter til vinstri, Ellert fyrir miðju og Lennart Johansson til hægri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óþarft er að kynna landsliðsfyrirliðann, KR-inginn, alþingismanninn og ritstjórann Ellert B. Schram. Hann hefur komið víða við á langri ævi og hvarvetna verið í forystuhlutverki. Ellert var meðal annars formaður KSÍ, forseti ÍSÍ, varaforseti Knattspyrnusambands Evrópu og hefur nýlega látið af störfum formanns Félags eldri borgara. Í gær komu út endurminningar Ellerts en þær skráir Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og lögfræðingur.

Ellert rekur í bókinni lífshlaup sitt í hispurslausri og líflegri frásögn, allt frá uppvaxtarárum á stóru heimili í Vesturbænum fram til dagsins í dag. Þá fjallar hann til að mynda um það þegar hann var um skeið varaformaður Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA).

„Á árinu 1998 hætti forseti FIFA störfum. Hann hét João Havelange, Brasilíumaður sem hafði verið forseti samtakanna frá árinu 1974. Tveir kandídatar börðust um vegtylluna, Lennart Johansson frá Svíþjóð, sem þá var formaður Evrópusambandsins (UEFA) og Sepp Blatter, varaforseti FIFA. Lennart fór fram á það við mig að vera með í skipulagsnefnd hans um að safna fylgi. Við vorum fimm samtals sem skipuðum þessa kosninganefnd og í upphafi þurfti ég að sækja nær vikulega fundi af hans hálfu í Stokkhólmi til undirbúnings og atkvæðasmölunar. Við Lennart þekktumst vel og hann var heiðarlegur, frambærilegur og glöggur maður.“

Ellert segir þá frá því þegar hann fór í langt ferðalag til að fallast eftir atkvæði til Lennart. Þar hafi einstaklingur hreinlega spurt hann „Hvað borgið þið fyrir stuðninginn?“. Þá sagðist Ellert vera tilbúinn að senda þeim fótbolta, en sá sem spurði hafi átt von á öðru.

„Ég ferðaðist til allra heimsálfa til afla honum fylgis, svo sem til Dóminíkanska lýðveldisins, Pakistan og Japan. Ég var sendur alla leið til San Fransisco til þess eins að bjóða bandarískum þungavigtarmanni í hádegisverð í nafni Lennarts og fór svo beint aftur heim. Mig minnir svo að það hafi verið á Jómfrúareyjum í Karíbahafi þar sem ég var að falast eftir atkvæði fyrir Lennart sem viðmælandi minn spurði: „Hvað borgið þið fyrir stuðninginn?“ Ég hikstaði á svarinu en til að svara honum einhverju sagði ég: „Ja, við gætum sent ykkur fótbolta til að efla íþróttina.“ Blessaður maðurinn horfði á mig eins og hvern annan fávita. Hann hafði ímyndað sér annars konar fyrirgreiðslu. Enda kom það seinna í ljós að úrslitin réðust ekki af gæðum frambjóðandanna heldur mútunum sem buðust.“

Hann segir einnig frá því þegar að hann og Lennart fóru á fund í Argentínu. Hann segir að örlög Lennart hafi verið ráðin þegar hann sofnaði á þeim fundi.

„Við Lennart mættum meðal annars á fjölsóttan fund í Argentínu þar sem frambjóðendur voru kynntir. Andrúmsloftið var þungt á þessum fundi og margar langar ræður fluttar sem við Lennart skildum lítið í nema að það gerist þar sem við sátum í fremstu sætum, frambjóðandinn og liðsmenn hans, að Lennart hallar höfði og sofnar undir þessum ræðuhöldum. Lygndi aftur augum og missti höfuðið niður á bringu. Þá sá ég örlög framboðsins ráðin. Þú kýst ekki sofandi frambjóðanda. Enda fór það svo þegar atkvæðagreiðslan fór fram á aðalfundinum í París að þessi leikur var tapaður, þó ekki væri fyrir annað en að okkar maður dottaði þegar mest lá við.

Það var miður fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Lennart Johannson lést vorið 2019. Sepp Blatter var kænn og klár en ég hafði fyrir löngu séð í gegnum hann, falsið og svindlið. Það liðu samt ár og dagar þangað til hann var staðinn að misnotkun fjár og öðrum prettum. Hann átti eftir að stórskaða knattspyrnuhreyfinguna áður en hann sagði loks af sér 2015.“

Hér má svo sjá mynd af kápu bókarinnar og svo mynd af Ellerti ásamt skrásetjara hennar Birni Jóni Bragasyni.

Mynd/Eva Schram
Mynd/Eva Schram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði