fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
433Sport

Guðni Bergsson segir stöðuna ekki góða – Mun Þórólfur hlusta á ráð frá virtum lækni?

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. október 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hertar aðgerðir sem eru boðaðar í baráttu við COVID-19 veiruna gætu gert út um þá von KSÍ að geta klárað Íslandsmótin í knattspyrnu. Búist er við að Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir leggi til í dag að yfirvöld herði aðgerðir.

KSÍ hafði vonast til þess að geta farið af stað með Íslandsmót sín um aðra helgi, búist var við að létt yrði á regluverki yfirvalda í næstu viku. Bakslag virðist hins vegar verið komið í baráttuna.

„Þetta á bara eftir að koma í ljós hvernig þessar aðgerðir verða þá á næstunni og við bíðum bara og sjáum hvernig þær verða. Staðan er ekki góð það er ljóst á sóttvarnalækni, bara slæmar fréttir fyrir okkur öll, samfélagið í heild,“ sagði Guðni Bergsson formaður KSÍ við RÚV.

Runólfur Pálsson, læknir og einn af yfirmönnum Covid-göngudeildar Landspítala sagði á dögunum við Fótbolta.net að leyfa ætti fótbolta enda væri smithættan innan vallar svo gott sem enginn. „Við vitum hvar mesta hættan er á smiti og virðist það ekki tengjast skipulögðu íþróttastarfi. Vandinn er sá að við getum ekki uppfyllt tveggja metra regluna og getum ekki komist hjá snertingu í keppni en á sama tíma vitum við að ef vel er haldið á málum þá er lítið um smit á þessum vettvangi. Það finnst mér gefa tilefni til undanþágu miðað við þá þekkingu sem við höfum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta voru síðustu orð Maradona: „Mér líður illa“

Þetta voru síðustu orð Maradona: „Mér líður illa“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arnór í áfalli: Stóð til að Eiður Smári myndi ljúka ferlinum undir stjórn Maradona

Arnór í áfalli: Stóð til að Eiður Smári myndi ljúka ferlinum undir stjórn Maradona
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stiklað á stóru: Ferill Maradona í máli og myndum

Stiklað á stóru: Ferill Maradona í máli og myndum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Meistaradeild Evrópu: Manchester City áfram í 16-liða úrslit

Meistaradeild Evrópu: Manchester City áfram í 16-liða úrslit