fbpx
Sunnudagur 29.nóvember 2020
433Sport

Vill rifta samningi sínum við Manchester United

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. október 2020 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergio Romero markvörður Manchester United nennir ekki að vera lengur í herbúðum félagsins og vill rifta samningi sínum í hvelli.

Romero gat farið til Everton á lokadegi félagaskiptagluggans en United neitaði að lána hann þangað, Romero er brjálaður vegna þess.

Romero er ekki að fara að spila neitt þar sem hann er ekki skráður í hópinn til að taka þátt í leikjum.

Romero vill rifta samningi sínum sem rennur út næsta vor til að finna sér nýtt félag, hann skoðar nú kosti í Argentínu og í Bandaríkjunum.

Romero er sagður þéna nálægt 100 þúsund pundum á viku en hann var að margra mati besti varamarkvörður deildarinnar. Ole Gunnar Solskjær og félagar vilja hins vegar hafa Dean Henderson sem keppinaut David de Gea.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu blóðheitan Jurgen Klopp eftir leik – „Þetta er stærra vandamál“

Sjáðu blóðheitan Jurgen Klopp eftir leik – „Þetta er stærra vandamál“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Birkir Bjarna lét reka sig út af eftir fjórar mínútur í tapi

Birkir Bjarna lét reka sig út af eftir fjórar mínútur í tapi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bjartur ósáttur með grín vegna kórónuveiruhræðslu – „Menn vilja stundum leggjast lágt“

Bjartur ósáttur með grín vegna kórónuveiruhræðslu – „Menn vilja stundum leggjast lágt“
433Sport
Í gær

Newcastle stal sigrinum í lokin

Newcastle stal sigrinum í lokin