fbpx
Miðvikudagur 27.janúar 2021
433Sport

Ísak lætur alla umfjöllunina ekki hafa áhrif á sig – „Það er það sem ég hugsa um á hverjum degi“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. október 2020 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist vera sem svo að íslenski unglingalandsliðsleikmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson sé eftirsóttasti knattspyrnumaður í Evrópu um þessar mundir. Öll stærstu lið Evrópu eru að skoða þennan 17 ára dreng. Liverpool, Manchester United, Juventus og fleiri stórlið hafa sent útsendara til að fylgjast með drengnum leika með Norrköping.

Sænskir fjölmiðlar segja frá því að líkur séu á að Norrköping muni selja Ísak Bergmann í janúar, áhuginn sé slíkur að búast má við tilboði frá stóru félagi.

Þessi jarðbundni drengur frá Akranesi er til umfjöllunar í öllum stærstu miðlum Evrópu en hann ræddi við Aftonbladet um allan þennan áhuga.

Hvað finnst þér um allan þennan áhuga?
Það er skemmtilegt en ég einbeiti mér bara að því að gera vel með Norrköping og við stefnum á að ná Evrópusæti. Það er það sem ég hugsa um á hverjum degi, við ætlum okkur að gera það saman.

Er svona einfalt að hugsa ekki um þetta?
Já, algjörlega. Það eru margir að spyrja mig út í þetta en ég er að einbeita mér að því hjálpa Norrköping að komast í Evrópukeppni, það er mitt stæræsta markmið.

Áttu þér draumalið í Evrópu?
Manchester United er mitt félag en Norrköping er draumaklúbburinn minn, ég bjó í Manchester þegar pabbi lék á Englandi og horfði á marga leiki.

Ísak Bergmann í treyju Manchester United og Jóhannes Karl Guðjónsson

Þú ferð þá ekki til Liverpool?
Það er ekki hægt að segja svoleiðis, þeir spila góðan fótbolta. Manchester City og Liverpool hafa verið frábær.

Jóhannes Kristinn Bjarnason frændi þinn er til reynslu hérna, hvernig er hann?
Við spiluðum fótbolta saman þegar við vorum yngri, ég er glaður að sjá hann hérna í Norrköping. Hann á eftir að verða virkilega góður leikmaður.

Hann tekur við af þér þegar þú ferð til United?
Við sjáum til, það kemur í ljós.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Stuðningsmenn Chelsea sendu eigandanum skýr skilaboð – „Sirkusinn heldur áfram“

Stuðningsmenn Chelsea sendu eigandanum skýr skilaboð – „Sirkusinn heldur áfram“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yfirlýsing frá Zlatan eftir atburði gærkvöldsins – „Sumir eru betri en aðrir“

Yfirlýsing frá Zlatan eftir atburði gærkvöldsins – „Sumir eru betri en aðrir“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Manchester United til liðs við Sverri og félaga

Fyrrum leikmaður Manchester United til liðs við Sverri og félaga
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Di Maria flúði England eftir stutt stopp en nú vill Tottenham fá hann

Di Maria flúði England eftir stutt stopp en nú vill Tottenham fá hann
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum vonarstjarna í fangelsi – Misnotaði 14 ára stúlku

Fyrrum vonarstjarna í fangelsi – Misnotaði 14 ára stúlku
433Sport
Í gær

Manchester City valtaði yfir West Brom og Arsenal ósigraðir sjö leiki í röð

Manchester City valtaði yfir West Brom og Arsenal ósigraðir sjö leiki í röð
433Sport
Í gær

Dramatík á San Siro – Slagsmál, Rautt spjald, 10 mínútur í uppbótartíma og mark á ögurstundu

Dramatík á San Siro – Slagsmál, Rautt spjald, 10 mínútur í uppbótartíma og mark á ögurstundu
433Sport
Í gær

West Ham og Leeds með sigra

West Ham og Leeds með sigra
433Sport
Í gær

Myndband af Tuchel í dreifingu – „Hann er grjótharður“

Myndband af Tuchel í dreifingu – „Hann er grjótharður“