fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Ísak lætur alla umfjöllunina ekki hafa áhrif á sig – „Það er það sem ég hugsa um á hverjum degi“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. október 2020 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist vera sem svo að íslenski unglingalandsliðsleikmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson sé eftirsóttasti knattspyrnumaður í Evrópu um þessar mundir. Öll stærstu lið Evrópu eru að skoða þennan 17 ára dreng. Liverpool, Manchester United, Juventus og fleiri stórlið hafa sent útsendara til að fylgjast með drengnum leika með Norrköping.

Sænskir fjölmiðlar segja frá því að líkur séu á að Norrköping muni selja Ísak Bergmann í janúar, áhuginn sé slíkur að búast má við tilboði frá stóru félagi.

Þessi jarðbundni drengur frá Akranesi er til umfjöllunar í öllum stærstu miðlum Evrópu en hann ræddi við Aftonbladet um allan þennan áhuga.

Hvað finnst þér um allan þennan áhuga?
Það er skemmtilegt en ég einbeiti mér bara að því að gera vel með Norrköping og við stefnum á að ná Evrópusæti. Það er það sem ég hugsa um á hverjum degi, við ætlum okkur að gera það saman.

Er svona einfalt að hugsa ekki um þetta?
Já, algjörlega. Það eru margir að spyrja mig út í þetta en ég er að einbeita mér að því hjálpa Norrköping að komast í Evrópukeppni, það er mitt stæræsta markmið.

Áttu þér draumalið í Evrópu?
Manchester United er mitt félag en Norrköping er draumaklúbburinn minn, ég bjó í Manchester þegar pabbi lék á Englandi og horfði á marga leiki.

Ísak Bergmann í treyju Manchester United og Jóhannes Karl Guðjónsson

Þú ferð þá ekki til Liverpool?
Það er ekki hægt að segja svoleiðis, þeir spila góðan fótbolta. Manchester City og Liverpool hafa verið frábær.

Jóhannes Kristinn Bjarnason frændi þinn er til reynslu hérna, hvernig er hann?
Við spiluðum fótbolta saman þegar við vorum yngri, ég er glaður að sjá hann hérna í Norrköping. Hann á eftir að verða virkilega góður leikmaður.

Hann tekur við af þér þegar þú ferð til United?
Við sjáum til, það kemur í ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar