fbpx
Miðvikudagur 02.desember 2020
433Sport

Smit komið upp í íslenskum fótbolta sem stefnir á að fara af stað um aðra helgi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. október 2020 09:55

Þór/KA: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmaður Þór/KA í efstu deild kvenna hefur greinst með COVID-19 veiruna en umræddur leikmaður hafði síðast mætt á æfingu á föstudag í síðustu viku.

Leikmaðurinn fór að finna fyrir einkennum veirunnar um liðna helgi og fékk staðfesta niðurstöðu úr prófi sínu í gær. „Í gærkvöld fékkst staðfest að leikmaður meistaraflokks Þórs/KA hefur smitast af covid-19. Hún var síðast á æfingu ásamt öðrum leikmönnum og þjálfurum á föstudag, en fann fyrir einkennum um helgina og fór í próf í gær. Niðurstaðan úr því reyndist jákvæð,“ segir á Twitter síðu félagsins.

Stefnt er að því að hefja leik í íslenskum fótbolta á nýjan leik um aðra helgi þegar allar deildir eiga að fara af stað en einn leikur verður í Lengjudeild karla um komandi helgi. Til að fótboltinn fari af stað þurfa yfirvöld að létta á regluverkinu um komandi helgi.

Allir sem voru í kringum þessa stúlku á síðasta föstudag í hópi Þórs/KA fara í skimun. „Strax og þessar upplýsingar lágu fyrir voru gerðar allar nauðsynlegar varúðarráðstafanir varðandi þá leikmenn og þjálfara sem umgengust hana dagana fyrir veikindin. Leikmenn og þjálfarar munu fara í skimun í dag og verða í úrvinnslusóttkví þar til niðurstöður liggja fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Konan unga fengið morðhótanir eftir að hafa neitað að heiðra minningu Maradona

Konan unga fengið morðhótanir eftir að hafa neitað að heiðra minningu Maradona
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brjálaður Benedikt eftir ákvörðun Svandísar: „Í VG er fólk sem hefur engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi“

Brjálaður Benedikt eftir ákvörðun Svandísar: „Í VG er fólk sem hefur engan áhuga og mætti aldrei í leikfimi“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sér eftir því að hafa haldið COVID partý á meðan unnustan var ekki heima

Sér eftir því að hafa haldið COVID partý á meðan unnustan var ekki heima
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ísland gæti stigið stórt skref inn á EM í dag

Ísland gæti stigið stórt skref inn á EM í dag
433Sport
Í gær

Liverpool leggur inn beiðni fyrir stækkun Anfield – Kostnaður upp á 10,6 milljarða

Liverpool leggur inn beiðni fyrir stækkun Anfield – Kostnaður upp á 10,6 milljarða
433Sport
Í gær

Ísak Bergmann spilaði allan leikinn í sigri

Ísak Bergmann spilaði allan leikinn í sigri