fbpx
Mánudagur 18.janúar 2021
433Sport

Ronaldo spilar ekki gegn Barcelona – Fór í aðra Covid skimun

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 27. október 2020 21:02

Ronaldo fær enn jákvæða niðurstöðu úr Covid skimun. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus,  bíður þess að komast aftur á fótboltavöllinn eftir að hann greindist með Covid-19 þann 13. október.

Hann greindist enn á ný jákvæður þegar hann fór í skimun fyrir stórleik Juventus gegn Barcelona. Leikurinn, sem er í Meistaradeildinni, fer fram á morgun klukkan 20:00.

Sky Sports segir frá því að samkvæmt reglum UEFA þurfa leikmenn að skila neikvæðu covid-19 prófi að minnsta kosti sólarhring fyrir leik á þeirra vegum til að mega taka þátt.

Hjá Barcelona hefði Ronaldo hitt fyrir Lionel Messi. Þeir eru tveir af bestu fótboltamönnum sögunnar. Ronaldo hefur fimm sinnum verið kosinn besti fótboltamaður í heimi og Messi sex sinnum.

Ljóst er að Juventus mun sakna Ronaldo þegar Messi og félagar koma í heimsókn.

Ronaldo hefur misst af þremur leikjum síðan hann greindist jákvæður af Covid-19. Hann hefur verið einkennalaus og duglegur að æfa heima hjá sér.

 

View this post on Instagram

 

“El éxito en la vida no se mide por lo que logras, sino por los obstáculos que superas” 😉💪🏽

A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Manchester City upp í annað sæti eftir sigur – Geta komið sér í fyrsta sæti

Manchester City upp í annað sæti eftir sigur – Geta komið sér í fyrsta sæti
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Virgil Van Dijk farinn að sparka í bolta – Með Dejan Lovren í Dubai

Virgil Van Dijk farinn að sparka í bolta – Með Dejan Lovren í Dubai
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þjálfari Simbabve ásakar Kamerún um nornagaldra

Þjálfari Simbabve ásakar Kamerún um nornagaldra
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stærstu nágrannaslagir og rígir fótboltaheimsins

Stærstu nágrannaslagir og rígir fótboltaheimsins
433Sport
Í gær

Aftur í tímann: Paul Scholes reyndi að kýla Xabi Alonso

Aftur í tímann: Paul Scholes reyndi að kýla Xabi Alonso
433Sport
Í gær

Eiginkona Thiago Silva skýtur á Andrew Robertsson

Eiginkona Thiago Silva skýtur á Andrew Robertsson
433Sport
Í gær

Liverpool vs Manchester United: Líkleg byrjunarlið í toppslag umferðarinnar

Liverpool vs Manchester United: Líkleg byrjunarlið í toppslag umferðarinnar
433Sport
Í gær

Mason Mount reyndist hetja Chelsea gegn Fulham – Fyrsti deildarsigur Chelsea síðan 21. desember

Mason Mount reyndist hetja Chelsea gegn Fulham – Fyrsti deildarsigur Chelsea síðan 21. desember