fbpx
Sunnudagur 29.nóvember 2020
433Sport

Mikael spilaði í tapi gegn Liverpool – Ótrúleg endurkoma Real Madrid

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 27. október 2020 22:02

Mikael Anderson í leik með Midtjylland. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikjum kvöldins í Meistaradeildinni var að ljúka.

Á Englandi tók Liverpool á móti Midtjylland. Mikael Anderson var á bekknum hjá Midtjylland og kom inn á á 66. mínútu.

Leiknum lauk með 2-0 sigri Liverpool. Fyrsta mark leiksins skoraði Diogo Jota á 55. mínútu. Mohamed Salah tvöfaldaði forystu Liverpool með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Real Madrid heimsótti Borussia Mönchengladbach til þýskalands. Allt stefndi í 2-0 sigur heimamanna en Real Madrid kom til baka undir lok leiks og jafnaði metin.

Marcus Thuram skoraði bæði mörk heimamanna. Fyrra markið kom á 33. mínútu og það síðara á 58. mínútu. Real Madrid hrökk í gang á 87. mínútu. Karim Benzema kom þá boltanum í netið fyrir gestina. Casemiro tryggði Real Madrid eitt stig með marki í uppbótartíma.

Marseille tók á móti Manchester City. Gestirnir gerðu góða ferð til Frakklands og sigruðu örugglega 0-3.

Fyrsta mark leiksins skoraði Ferrán Torres á 18. mínútu. İlkay Gündoğan bætti öðru marki við á 76. mínútu. Raheem Sterling fullkomnaði leik City manna með marki á 81. mínútu.

Liverpool 2 – 0 Midtjylland
1-0 Diogo Jota (55′)
2-0 Mohamed Salah (90+2′)(Víti)

Borussia Mönchengladbach 2 – 2 Real Madrid
1-0 Marcus Thuram (33′)
2-0 Marcus Thuram (58′)
2-1 Karim Benzema (87′)
2-2 Casemiro (90+3′)

Olympique Marseille 0 – 3 Manchester City
0-1 Ferrán Torres (18′)
0-2 İlkay Gündoğan (76′)
0-3 Raheem Sterling (81′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu blóðheitan Jurgen Klopp eftir leik – „Þetta er stærra vandamál“

Sjáðu blóðheitan Jurgen Klopp eftir leik – „Þetta er stærra vandamál“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birkir Bjarna lét reka sig út af eftir fjórar mínútur í tapi

Birkir Bjarna lét reka sig út af eftir fjórar mínútur í tapi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bjartur ósáttur með grín vegna kórónuveiruhræðslu – „Menn vilja stundum leggjast lágt“

Bjartur ósáttur með grín vegna kórónuveiruhræðslu – „Menn vilja stundum leggjast lágt“
433Sport
Í gær

Newcastle stal sigrinum í lokin

Newcastle stal sigrinum í lokin