fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Ingi Sigurðsson lagðist gegn því á stjórnarfundi KSÍ að haldið yrði áfram

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. október 2020 13:00

Fyrrum stjórn KSÍ Mynd/KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég styð ekki afgreiðslu stjórnar KSÍ í ljósi þeirrar stöðu sem er uppi í Covid-19 faraldrinum og einnig núverandi stöðu og mögulegt framhald mótamála. Það er uppi veruleg óvissa um hvað tekur við í sóttvarnaraðgerðum yfirvalda þegar núverandi aðgerðum lýkur,“ skrifar Ingi Sigurðsson Eyjamaður og stjórnarmaður hjá Knattspyrnusambandi Íslands í bókun sem hann lagði fram á stjórnarfundi sambandsins í síðustu viku sem nú hefur verið gerð opinber.

KSÍ ákvað í síðustu viku að láta á það reyna að klára öll Íslandsmót í knattspyrnu og er stefnt að því að fara af stað um aðra helgi ef regluverkið leyfir

Fram hafði komið að kvennalið ÍBV sem er að berjast í fallbaráttu í efstu deild kvenna hafði áhuga á að láta blása mótið af og er Ingi sömu skoðunar.

„Einnig er veruleg óvissa uppi með það hvort og þá hvernig mögulegt verður að ljúka mótahaldi allra deilda með ásættanlegum hætti, og þar koma margir þættir inn. KSÍ og aðildarfélög sambandsins hafa náð að komast eins langt með mótahald og raun ber vitni þrátt fyrir verulegar áskoranir á tímabilinu. Það er vel og þar sem fyrir liggur að engir leikir verða leiknir fyrr en í allra fyrsta lagi vel inn í nóvember þá er uppi veruleg óvissa hvað varðar mótahald á þessum tíma ársins, nokkuð sem ekki þekkist hérlendis varðandi lengd keppnistímabils,“ skrifar Ingi sem átti frábæran feril sem leikmaður ÍBV í efstu deild karla.

Ingi bendir á það að eðlilegar æfingar séu ekki enn farnar af stað á höfuðborgarsvæðinu. „Þá verða einnig liðnar rúmar 4 vikur frá því öll lið höfðu tök á að æfa við sem mest eðlilegar aðstæður og því allar aðstæður nú ólíkar varðandi æfingar og keppni komandi fram á þennan tíma ársins. Að mínu mati eiga almannahagsmunir og almenn heilsa að vega verulega stóran þátt í þeirri ákvörðun sem þarf að taka í ljósi gildandi ástands í Covid-19 faraldrinum.“

Bókun Inga af vef KSÍ má lesa hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum