fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
433Sport

Byrjaðir að skoða næstu stjörnu frá Íslandi til að koma á kortið – Jóhannes mættur til félagsins

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. október 2020 11:02

Jóhannes Kristinn fyrir miðju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn IFK Norrköping halda áfram að leita til Íslands að næstu stjörnu fótboltans, Arnór Sigurðsson kom frá ÍA og gerði frábæra hluti áður en hann var seldur til Rússlands. Nú er það Ísak Bergmann Jóhannesson sem er að slá í gegn með IFK Norrköping og öll stærstu lið Evrópu vilja hann.

IFK Norrköping mun að öllum líkindum selja Ísak á næstunni og þá er að finna næstu stjörnu Íslands, Jóhannes Kristinn Bjarnason 15 ára leikmaður KR er til reynslu hjá IFK Norrköping þessa dagana.

Jóhannes og Ísak Bergmann þekkjast vel enda náskyldir frændur, feður þeirra eru bræðurnir Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir sem áttu frábæra ferla sem atvinnuenn.

„Hann hefur æft með okkur þessa vikuna, hann er frábær miðjumaður sem getur líka spilað sem framherji,“ sagði Ísak Bergmann um frænda sinn.

„Hann er miklu sterkari en ég var þegar ég var 15 ára,“ sagði 17 ára Ísak Bergmann.

Jóhannes Kristinn fékk tækifæri með KR í aðdraganda mótsins. Stórlið hafa fylgst með framgöngu Jóhannesar um nokkurt skeið þrátt fyrir ungan aldur og í vetur fór hann í heimsókn til Rangers í Skotlandi. Hann æfði einnig með FCK í Danmörku og Genk í Belgíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta eru bestu markmenn enska boltans – Óvænt nafn á toppnum

Þetta eru bestu markmenn enska boltans – Óvænt nafn á toppnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lögreglan kölluð til eftir hótanir og að N-orðið var notað ítrekað

Lögreglan kölluð til eftir hótanir og að N-orðið var notað ítrekað
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þarf að svara til saka eftir að hafa þuklað á kynfærum hans í tvígang

Þarf að svara til saka eftir að hafa þuklað á kynfærum hans í tvígang
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þjóðin horfir mest til þess að fá erlendan þjálfara – Heimir með yfirburði af Íslendingum

Þjóðin horfir mest til þess að fá erlendan þjálfara – Heimir með yfirburði af Íslendingum
433Sport
Í gær

Íslendingar í Noregi: Lærisveinar Jóhannesar unnu mikilvægan sigur – Axel kom inn á í sigri

Íslendingar í Noregi: Lærisveinar Jóhannesar unnu mikilvægan sigur – Axel kom inn á í sigri
433Sport
Í gær

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri Bröndby

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri Bröndby
433Sport
Í gær

Pique frá í nokkra mánuði

Pique frá í nokkra mánuði
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Mögnuð jólaskreyting á heimilinu- „Ég var hrædd“

Sjáðu myndirnar: Mögnuð jólaskreyting á heimilinu- „Ég var hrædd“