fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Byrjaðir að skoða næstu stjörnu frá Íslandi til að koma á kortið – Jóhannes mættur til félagsins

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. október 2020 11:02

Jóhannes Kristinn fyrir miðju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn IFK Norrköping halda áfram að leita til Íslands að næstu stjörnu fótboltans, Arnór Sigurðsson kom frá ÍA og gerði frábæra hluti áður en hann var seldur til Rússlands. Nú er það Ísak Bergmann Jóhannesson sem er að slá í gegn með IFK Norrköping og öll stærstu lið Evrópu vilja hann.

IFK Norrköping mun að öllum líkindum selja Ísak á næstunni og þá er að finna næstu stjörnu Íslands, Jóhannes Kristinn Bjarnason 15 ára leikmaður KR er til reynslu hjá IFK Norrköping þessa dagana.

Jóhannes og Ísak Bergmann þekkjast vel enda náskyldir frændur, feður þeirra eru bræðurnir Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir sem áttu frábæra ferla sem atvinnuenn.

„Hann hefur æft með okkur þessa vikuna, hann er frábær miðjumaður sem getur líka spilað sem framherji,“ sagði Ísak Bergmann um frænda sinn.

„Hann er miklu sterkari en ég var þegar ég var 15 ára,“ sagði 17 ára Ísak Bergmann.

Jóhannes Kristinn fékk tækifæri með KR í aðdraganda mótsins. Stórlið hafa fylgst með framgöngu Jóhannesar um nokkurt skeið þrátt fyrir ungan aldur og í vetur fór hann í heimsókn til Rangers í Skotlandi. Hann æfði einnig með FCK í Danmörku og Genk í Belgíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum