fbpx
Mánudagur 18.janúar 2021
433Sport

Sendi sárþjáðum vini sínum kveðju og fékk misjöfn viðbrögð – „Hvenær er jarðarförin?“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. október 2020 13:00

Memphis Depay, leikmaður Lyon / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Virgil, vertu sterkur minn bróðir,“ stóð á bolnum hjá Memphis Depay sóknarmanni Lyon þegar hann skoraði í 4-1 sigri á Monaco í gær. Skilaboðin eru til Virgil Van Dijk samlanda hans frá Hollandi sem er nú á sjúkrabekknum vegna meiðsla.

Virgil Van Dijk, leikmaður Liverpool, þarf að fara í aðgerð á hné vegna meiðsla sem hann hlaut í leik gegn Everton í enska boltanum fyrir rúmri viku.

Van Dijk sleit krossband og er talið að hann spili ekki meira á þessu tímabili en um er að ræða meira mikið áfall fyrir Van Dijk og Liverpool. Depay og Van Dijk eru miklir vinir en fagnið hans í gær fékk misjöfn viðbrögð.

Sú staðreynd að Depay hafi áður leikið með Manchester United spilar líklega stórt hlutverk í því að hann fær ekki góð viðbrögð við mynd sinni á Twitter. „Af hverju láta allir eins og hann sé dauður?,“ skrifar einn stuðningsmaður Manchester United.

„Hvenær er jarðarförin?,“ skrifar annar og margir eru á sömu skoðun um að of mikið sé gert úr meiðslum Van Dijk. Meiðslin komu upp eftir grófa tæklingu frá Jordan Pickford. „Ímyndið ykkur hatrið þegar þú styður vin þinn, svona er Twitter,“ skrifar einn við mynd Depay.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Micah Richards: „Þeir vinna ekki deildina með þessari spilamennsku“

Micah Richards: „Þeir vinna ekki deildina með þessari spilamennsku“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jafnt hjá Liverpool og Manchester United – Manchester heldur sér á toppnum

Jafnt hjá Liverpool og Manchester United – Manchester heldur sér á toppnum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tottenham átti auðvelt með Sheffield United

Tottenham átti auðvelt með Sheffield United
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið Mancester United og Liverpool – Stærsti leikur ársins

Byrjunarlið Mancester United og Liverpool – Stærsti leikur ársins
433Sport
Í gær

David Beckham tók fram knattspyrnuskóna með Inter Miami – Birti myndband af skemmtilegu atviki

David Beckham tók fram knattspyrnuskóna með Inter Miami – Birti myndband af skemmtilegu atviki
433Sport
Í gær

Staðan á liðunum fyrir toppslag morgundagsins – Óvissa með þátttöku Martial

Staðan á liðunum fyrir toppslag morgundagsins – Óvissa með þátttöku Martial