Paul Pogba miðjumaður Manchester United er sagður hættur að spila með franska landsliðinu eftir að Emmanuel Macron forseti Frakklands boðaði hertar aðgerðir gegn múslimum í Frakkland.
Í kjölfar hins hrottalega morðs á kennaranum Samuel Paty nærri París hefur Macron, forseti, boðað hertar aðgerðir gegn öfgasinnuðum múslimum og segir að „óttinn muni skipta um lið“. Hann ætlar að gera hugsanlegum öfgasinnuðum múslimum lífið erfitt með því að nota lagasetningar. Paty var myrtur af öfgasinnuðum múslima fyrir að hafa notað myndir af spámanninum Múhameð í kennslu um tjáningarfrelsi. Morðinginn, var 18 ára gamall.
Pogba sagður æfur yfir ummælum forsetans en hann gaf í skyn að Islam væri uppspretta af hryðjuverkum. Islam er næst fjölmennasta trú í heimi og er Pogba hluti af þeirri trú.
Það að franska ríkisstjórnin hafi heiðrað kennarann sem notaðir niðrandi myndir af spámanninum Múhameð er sögð ein af ástæðum þess að Pogba er nú hættur að spila fyrir landsliðið.
Hvorki Pogba né franska knattspyrnusambandið hefur tjáð sig um þetta en Islam er næst stærsta trú Frakklands og málið hefur vakið mikla reiði þar í landi. Fjöldi erlendra miðla fjallar um ákvörðun Pogba.
Pogba hefur spilað með franska landsliðinu frá árinu 2013 og hefur spilað 72 landsleiki, hann var hluti af liðinu sem vann HM í Rússlandi árið 2018.