„Ólíðandi fals fréttir,“ skrifar Paul Pogba um fréttir erlendra fjölmiðla um að hann sé að skoða það að hætta í franska landsliðinu vegna ummæla frá forseta Frakklands.
Emmanuel Macron forseti Frakklands boðaði hertar aðgerðir gegn múslimum í Frakkland. Í kjölfar hins hrottalega morðs á kennaranum Samuel Paty nærri París hefur Macron, forseti, boðað hertar aðgerðir gegn öfgasinnuðum múslimum og segir að „óttinn muni skipta um lið“. Hann ætlar að gera hugsanlegum öfgasinnuðum múslimum lífið erfitt með því að nota lagasetningar. Paty var myrtur af öfgasinnuðum múslima fyrir að hafa notað myndir af spámanninum Múhameð í kennslu um tjáningarfrelsi. Morðinginn, var 18 ára gamall.
Macron gaf í skyn að Islam væri uppspretta af hryðjuverkum. Islam er næst fjölmennasta trú í heimi og er Pogba hluti af þeirri trú.
Pogba hefur spilað með franska landsliðinu frá árinu 2013 og hefur spilað 72 landsleiki, hann var hluti af liðinu sem vann HM í Rússlandi árið 2018.