Arsenal tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gær. Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekk Arsenal.
Leikurinn fór líflega af stað. Lacazette kom boltanum í netið fyrir Arsenal í upphafi leiks en var rangstæður. Lacazette fékk annað tækifæri eftir hálftíma leik til að skora en lét dauðafæri fara forgörðum.
Ekkert var skorað í fyrri hálfleik. Jamie Vardy kom inn á fyrir Leicester á 60. mínútu. Hann gerði gæfumuninn. Eina mark leiksins skoraði varamaðurinn Jamie Vardy á 80. mínútu og tryggði Leicester stigin þrjú.
Vardy að stíga upp eftir meiðsli en legghlífar hans sem hann var með á bekknum vöktu hvað mesta athygli í leiknum í gær. „Chat shit, get banged,“ stóð á hlífum Vardy.
Ástæðan fyrir þessari línu er Facebook póstur frá 2011 þar sem Vardy skrifaði þessa línu, þá var hann óþekktur og lék í neðri deildum Englands. Eftir að hann varð ein af stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar fór þessi lína að verða fræg og hefur tengst Vardy.