fbpx
Sunnudagur 17.janúar 2021
433Sport

Legghlífar Vardy og það sem stendur á þeim vakti mikla athygli

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. október 2020 09:44

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gær. Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekk Arsenal.

Leikurinn fór líflega af stað. Lacazette kom boltanum í netið fyrir Arsenal í upphafi leiks en var rangstæður. Lacazette fékk annað tækifæri eftir hálftíma leik til að skora en lét dauðafæri fara forgörðum.

Ekkert var skorað í fyrri hálfleik. Jamie Vardy kom inn á fyrir Leicester á 60. mínútu. Hann gerði gæfumuninn. Eina mark leiksins skoraði varamaðurinn Jamie Vardy á 80. mínútu og tryggði Leicester stigin þrjú.

Vardy að stíga upp eftir meiðsli en legghlífar hans sem hann var með á bekknum vöktu hvað mesta athygli í leiknum í gær. „Chat shit, get banged,“ stóð á hlífum Vardy.

Ástæðan fyrir þessari línu er Facebook póstur frá 2011 þar sem Vardy skrifaði þessa línu, þá var hann óþekktur og lék í neðri deildum Englands. Eftir að hann varð ein af stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar fór þessi lína að verða fræg og hefur tengst Vardy.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrsti sigur Sam Allardyce með West Brom kom gegn Wolves

Fyrsti sigur Sam Allardyce með West Brom kom gegn Wolves
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mourinho virðist láta Bale heyra það á æfingu Tottenham – „Viltu vera hér eða fara til Real Madrid“

Mourinho virðist láta Bale heyra það á æfingu Tottenham – „Viltu vera hér eða fara til Real Madrid“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tíma Özil hjá Arsenal að taka enda – Hefur náð samkomulagi um riftun á samningi

Tíma Özil hjá Arsenal að taka enda – Hefur náð samkomulagi um riftun á samningi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ráðþrota Zidane biðlar til stuðningsmanna Real Madrid um að sýna Hazard þolinmæði

Ráðþrota Zidane biðlar til stuðningsmanna Real Madrid um að sýna Hazard þolinmæði
433Sport
Í gær

Ofdekraðir karlmenn sem hlýða ekki reglum

Ofdekraðir karlmenn sem hlýða ekki reglum
433Sport
Í gær

50 bestu leikmenn allra tíma – „Aldrei hefur einn fótboltaleikmaður haldið liði gangandi eins og hann gerði á HM 86“

50 bestu leikmenn allra tíma – „Aldrei hefur einn fótboltaleikmaður haldið liði gangandi eins og hann gerði á HM 86“