Liverpool mun í næsta mánuði flytja sig um set og fara á nýtt æfingasvæði í Kirkby, þar hefur unglingalið og kvennalið félagsins verið.
Aðallið Liverpool hefur verið á Melwood en nú verður breyting á og allir aldurshópar félagsins verða á Kirkby.
Nýtt svæði kostar 50 milljónir punda og hefur verið í byggingu síðustu ár, tafir hafa orðið á því vegna kórónuveirunnar.
Nú er sagt frá því að Liverpool muni flytja sig um set í upphafi næsta mánaðar þegar landsleikjafríið verður í gangi.
Allt það helsta sem nútíma knattspyrnumaður vill komast í verður á þessu svæði sem mikil vinna hefur verið lögð í.
Svæðið má sjá hér að neðan.