fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
433Sport

Jafntefli í íslendingaslag í Svíþjóð

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 26. október 2020 19:54

Ísak í leik með Norrköping. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Norrköping og spilaði allan leikinn í 2-2 jafntefli gegn Kolbeini Sigþórssyni og liðsfélögum hans í AIK í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Kolbeinn kom inn á sem varamaður á 62. mínútu.

Henok Goitom kom AIK yfir með marki á 26. mínútu.

Jonathan Levi jafnaði leikinn fyrir Norrköping með marki á 46. mínútu. Það var síðan Henrik Castegren sem kom Norrköping yfir með marki á 50. mínútu.

Allt virtist stefna í sigur Norrköping en á 87. mínútu fékk AIK vítaspyrnu. Sebastian Larsson tók spyrnuna og jafnaði leikinn.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Norrköping situr í 2. sæti deildarinnar með 40 stig. AIK er í 11. sæti með 31 stig.

Norrköping 2 – 2 AIK 
0-1 Henok Goitom (’26)
1-1 Jonathan Levi (’46)
2-1 Henrik Castegren (’50)
2-2 Sebastian Larsson (’87, víti)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta voru síðustu orð Maradona: „Mér líður illa“

Þetta voru síðustu orð Maradona: „Mér líður illa“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arnór í áfalli: Stóð til að Eiður Smári myndi ljúka ferlinum undir stjórn Maradona

Arnór í áfalli: Stóð til að Eiður Smári myndi ljúka ferlinum undir stjórn Maradona
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stiklað á stóru: Ferill Maradona í máli og myndum

Stiklað á stóru: Ferill Maradona í máli og myndum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Meistaradeild Evrópu: Manchester City áfram í 16-liða úrslit

Meistaradeild Evrópu: Manchester City áfram í 16-liða úrslit