fbpx
Mánudagur 18.janúar 2021
433Sport

Íslendingar halda því fram að krafan sé að Rúnar Alex þyngist sem fyrst

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. október 2020 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gestir í hlaðvarpsþætti Fótbolta.net segja að Arsenal krefjist þess að Rúnar Alex Rúnarsson markvörður félagsins bæti á sig talsverðu magni af kílóum á næstunni til að vera leikfær í enska boltanum.

Arsenal keypti Rúnar Alex frá franska félaginu Dijon í haust en hann á eftir að þreyta frumraun sína í markinu hjá þessu sögufræga félagi. Líklegt er talið að Rúnar fái tækifæri innan tíðar í Evrópudeildinni en á sama tíma þarf hann að borða mikið og vera duglegur að lyfta lóðum ef marka má sérfræðinga vefsins.

„Mér skilst að þeir vilji bæta sjö kílóum við hann,“ sagði Einar Guðnason, stuðningsmaður Arsenal og aðstoðarþjálfari Víkings í efstu deild karla.

Getty Images

Samkvæmt vefmiðlum ytra er Rúnar í kringum 75 kíló í dag en hann er 1,85 á hæð. Jón Kaldal segir að Arsenal vilji að hann verði 82-83 kíló.

„Ég hef heyrt þetta líka. Að þeir vilji bæta við 7-8 kílóum af massa á hann,“ sagði Jón Kaldal við Fótbolta.net en hann er einnig stuðningsmaður Arsenal.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Micah Richards: „Þeir vinna ekki deildina með þessari spilamennsku“

Micah Richards: „Þeir vinna ekki deildina með þessari spilamennsku“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jafnt hjá Liverpool og Manchester United – Manchester heldur sér á toppnum

Jafnt hjá Liverpool og Manchester United – Manchester heldur sér á toppnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tottenham átti auðvelt með Sheffield United

Tottenham átti auðvelt með Sheffield United
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið Mancester United og Liverpool – Stærsti leikur ársins

Byrjunarlið Mancester United og Liverpool – Stærsti leikur ársins
433Sport
Í gær

David Beckham tók fram knattspyrnuskóna með Inter Miami – Birti myndband af skemmtilegu atviki

David Beckham tók fram knattspyrnuskóna með Inter Miami – Birti myndband af skemmtilegu atviki
433Sport
Í gær

Staðan á liðunum fyrir toppslag morgundagsins – Óvissa með þátttöku Martial

Staðan á liðunum fyrir toppslag morgundagsins – Óvissa með þátttöku Martial