fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
433Sport

Íslendingar halda því fram að krafan sé að Rúnar Alex þyngist sem fyrst

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. október 2020 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gestir í hlaðvarpsþætti Fótbolta.net segja að Arsenal krefjist þess að Rúnar Alex Rúnarsson markvörður félagsins bæti á sig talsverðu magni af kílóum á næstunni til að vera leikfær í enska boltanum.

Arsenal keypti Rúnar Alex frá franska félaginu Dijon í haust en hann á eftir að þreyta frumraun sína í markinu hjá þessu sögufræga félagi. Líklegt er talið að Rúnar fái tækifæri innan tíðar í Evrópudeildinni en á sama tíma þarf hann að borða mikið og vera duglegur að lyfta lóðum ef marka má sérfræðinga vefsins.

„Mér skilst að þeir vilji bæta sjö kílóum við hann,“ sagði Einar Guðnason, stuðningsmaður Arsenal og aðstoðarþjálfari Víkings í efstu deild karla.

Getty Images

Samkvæmt vefmiðlum ytra er Rúnar í kringum 75 kíló í dag en hann er 1,85 á hæð. Jón Kaldal segir að Arsenal vilji að hann verði 82-83 kíló.

„Ég hef heyrt þetta líka. Að þeir vilji bæta við 7-8 kílóum af massa á hann,“ sagði Jón Kaldal við Fótbolta.net en hann er einnig stuðningsmaður Arsenal.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Læti í kringum kveðjustund Maradona: Fyrrum eiginkonan bannaði fyrrum unnustu að koma inn

Læti í kringum kveðjustund Maradona: Fyrrum eiginkonan bannaði fyrrum unnustu að koma inn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þúsundir fá að labba framhjá kistu Maradona og kveðja hann í dag

Þúsundir fá að labba framhjá kistu Maradona og kveðja hann í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Klopp heldur áfram að lesa yfir sjónvarpsstöðvum: „Nánast glæpur“

Klopp heldur áfram að lesa yfir sjónvarpsstöðvum: „Nánast glæpur“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sigurður Gísli opnar sig: Mætti vopnaður byssu í apótek – „Ég hef aldrei verið jafnhræddur á ævinni“

Sigurður Gísli opnar sig: Mætti vopnaður byssu í apótek – „Ég hef aldrei verið jafnhræddur á ævinni“
433Sport
Í gær

Segir að Napoli muni breyta nafni heimavallarins til heiðurs Maradona

Segir að Napoli muni breyta nafni heimavallarins til heiðurs Maradona
433Sport
Í gær

Stiklað á stóru: Ferill Maradona í máli og myndum

Stiklað á stóru: Ferill Maradona í máli og myndum
433Sport
Í gær

Meistaradeild Evrópu: Einnar mínútu þögn fyrir leiki kvöldsins

Meistaradeild Evrópu: Einnar mínútu þögn fyrir leiki kvöldsins
433Sport
Í gær

Íslendingar minnast Maradona: ,,Sá mest heillandi, sá gallaðasti”

Íslendingar minnast Maradona: ,,Sá mest heillandi, sá gallaðasti”