fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
433Sport

Arteta kemur hræðilega út í samanburði við Emery

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. október 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gær. Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekk Arsenal.

Leikurinn fór líflega af stað. Lacazette kom boltanum í netið fyrir Arsenal í upphafi leiks en var rangstæður. Lacazette fékk annað tækifæri eftir hálftíma leik til að skora en lét dauðafæri fara forgörðum.

Ekkert var skorað í fyrri hálfleik. Jamie Vardy kom inn á fyrir Leicester á 60. mínútu. Hann gerði gæfumuninn. Eina mark leiksins skoraði varamaðurinn Jamie Vardy á 80. mínútu og tryggði Leicester stigin þrjú.

Stuðningsmenn Arsenal eru óhressir með spilamennsku liðsins þessa dagana en Arteta nálgast nú eitt ár í starfi og hefur fengið að breya liðinu talsvert.

Unai Emery var rekinn úr starfi fyrir Arteta sem hefur stýrt Arsenal í 26 deildarleikjum, ef þeir félagar eru bornir saman miðað við 26 fyrstu leiki Emery  kemur Arteta illa út.

Emery vann fleiri leiki, liðið skoraði fleiri mörk, var meira með boltann og fleira í þeim dúr. Arteta fékk talsvert fjármagn í sumar til að bæta við hóp sinn og krafan á árangur er talsverð í Norður-Lundúnum.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arnór í áfalli: Stóð til að Eiður Smári myndi ljúka ferlinum undir stjórn Maradona

Arnór í áfalli: Stóð til að Eiður Smári myndi ljúka ferlinum undir stjórn Maradona
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Zlatan: „Maradona er ekki dáinn“

Zlatan: „Maradona er ekki dáinn“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Meistaradeild Evrópu: Manchester City áfram í 16-liða úrslit

Meistaradeild Evrópu: Manchester City áfram í 16-liða úrslit
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Arsenal á morgun – Rúnar Alex í markinu

Líklegt byrjunarlið Arsenal á morgun – Rúnar Alex í markinu