fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
433Sport

Nýjar treyjur vekja athygli – Segir að það sé eins og barn hafi hannað þær

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 25. október 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adidas gaf í dag út nýjar treyjur í samstarfi við söngvarann og hönnuðinn Pharrell Williams. Treyjurnar eru afar litríkar, líkt og flest sem Pharrell hannar, en gefnar verða út endurhannaðar treyjur nokkurra stórliða.

Manchester United, Arsenal, Bayern Munchen, Juventus og Real Madrid eru liðin sem Pharrell hannaði treyjurnar eftir. Þær vísa margar í gamla búninga liðanna en Pharrell hefur sett sitt mark á þá.

Ekki eru þó allir sáttir með hönnunina. Nokkrir aðdáendur hafa sagt hana vera slæma og einn sagði meira að segja að treyjurnar liti út fyrir að vera hannaðar af barni.

„Það er eins og það hafi verið haldin hönnunarsamkeppni fyrir börn,“ sagði hann. „Þetta virðist vera eins og eitthvað sem maður kaupir á markaði í Asíu fyrir 3 pund,“ sagði annar.

Þó voru einhverjir ánægðir með treyjurnar. Einn knattspyrnuaðdáandi sagði að hann sé að stefna í gjaldþrot því hann verður að kaupa þessar treyjur.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af treyjunum sem um ræðir:

  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heiðarlegi Svíinn sem aldrei var elskaður

Heiðarlegi Svíinn sem aldrei var elskaður
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ísak Bergmann spilaði allan leikinn í stórsigri – Þrjú mörk úr þremur vítaspyrnum

Ísak Bergmann spilaði allan leikinn í stórsigri – Þrjú mörk úr þremur vítaspyrnum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Pogba líklega leikfær – Jesse Lingard í sóttkví

Pogba líklega leikfær – Jesse Lingard í sóttkví
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Englendingar fá að hleypa fólki á völlinn í desember – Mismunandi fjöldi eftir svæðum

Englendingar fá að hleypa fólki á völlinn í desember – Mismunandi fjöldi eftir svæðum
433Sport
Í gær

Segir að Liverpool verði ekki flokkað sem frábært lið fyrr en að þetta gerist

Segir að Liverpool verði ekki flokkað sem frábært lið fyrr en að þetta gerist
433Sport
Í gær

Sjáðu þrumuræðu Jurgen Klopp í gær sem sjónvarpsstöðin vildi ekki setja í loftið

Sjáðu þrumuræðu Jurgen Klopp í gær sem sjónvarpsstöðin vildi ekki setja í loftið