Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United segir að lið hans hefði sigrað Chelsea í síðasta leik ef ekki væri fyrir áhorfendabann.
Vegna Covid-19 er spilað fyrir luktum dyrum á Englandi líkt og víða um heim. Solskjær er viss um að áhorfendur hefðu gert gæfumuninn.
„Ef leikvangurinn hefði verið fullur eða Stretford End hefðum við verið meira ógnandi. Leikinn skortir ógn. Leikurinn svona er önnur íþrótt. Við söknum áhorfendanna,“ segir Ole Gunnar.
Hann bendir á að öll lið séu í sömu stöðu. „Allir eru sammála um það að fótboltann skortir eitthvað, neistinn er farinn og við getum ekki beðið eftir að fá áhorfendur aftur.“