fbpx
Þriðjudagur 24.nóvember 2020
433Sport

Frægustu kærustur knattspyrnumannana – Stunduðu kynlíf 12 sinnum á einu kvöldi

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 25. október 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumenn eru upp til hópa afar frægir en þrátt fyrir það eiga margir þeirra kærustur sem eru jafn frægar, ef ekki enn frægari.

The Sun tók saman lista yfir frægustu kærustur knattspyrnumanna en sumar þeirra eru mun frægari en knattspyrnumennirnir.

Hér fyrir neðan má sjá brot af því besta á listanum:

David og Victoria Beckham

Frægasta dæmið er auðvitað David Beckham og eiginkona has, Victoria Beckham. Þrátt fyrir að Beckham hafi verið einn frægasti knattspyrnumaður heims þegar þau byrjuðu saman þá var Victoria án efa frægari þar sem hljómsveitin hennar, Spice Girls, var afar vinsæl. Victoria og David kynntust árið 1997 þegar hann bauð henni að koma á Manchester United leik.

Á þeim tíma var Beckham nýkominn með nýtt númer og var að taka sín fyrstu skref í átt að heimsfrægð en Victoria var þá ein frægasta stjarna heims. Spice Girls höfðu árið áður gefið út plötuna Spice, sem var mest selda plata ársins 1996 í Bandaríkjunum.

Gerard Piqué og Shakira

Gerard Piqué, varnarmaður Barcelona, kynntist Shakiru á settinu fyrir tónlistarmyndbandið við lagið Waka Waka, sem var opinbert lag heimsmeistaramótsins í knattspyrnu árið 2010.

Þrátt fyrir að Piqué hafi unnið nánast allt sem hann hefur getað unnið í knattspyrnunni þá er hann alls ekki frægastur á heimilinu. Shakira er ein frægasta poppstjarna heims. Hún hefur til að mynda tæplega 69 milljónir fylgjenda á Instagram á meðan Piqué er bara með rúmlega 18 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heiðarlegi Svíinn sem aldrei var elskaður

Heiðarlegi Svíinn sem aldrei var elskaður
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ísak Bergmann spilaði allan leikinn í stórsigri – Þrjú mörk úr þremur vítaspyrnum

Ísak Bergmann spilaði allan leikinn í stórsigri – Þrjú mörk úr þremur vítaspyrnum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Pogba líklega leikfær – Jesse Lingard í sóttkví

Pogba líklega leikfær – Jesse Lingard í sóttkví
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Englendingar fá að hleypa fólki á völlinn í desember – Mismunandi fjöldi eftir svæðum

Englendingar fá að hleypa fólki á völlinn í desember – Mismunandi fjöldi eftir svæðum
433Sport
Í gær

Segir að Liverpool verði ekki flokkað sem frábært lið fyrr en að þetta gerist

Segir að Liverpool verði ekki flokkað sem frábært lið fyrr en að þetta gerist
433Sport
Í gær

Sjáðu þrumuræðu Jurgen Klopp í gær sem sjónvarpsstöðin vildi ekki setja í loftið

Sjáðu þrumuræðu Jurgen Klopp í gær sem sjónvarpsstöðin vildi ekki setja í loftið