fbpx
Sunnudagur 29.nóvember 2020
433Sport

Segir Mourinho hafa brotið sjálfstraustið sitt – „Af hverju gerir hann þetta við fólk?“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 24. október 2020 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýski knattspyrnumaðurinn Andre Schurrle lagði skóna á hilluna fyrr á þessu ári, þrátt fyrir að vera aðeins 29 ára gamall. Hann segist hafa verið einmana en auk þess hafi gífurlega samkeppnin í atvinnumennskunni verið ástæða þess að hann hætti.

Schurrle gekk í raðir Chelsea árið 2013 og honum gekk ágætlega á fyrsta tímabilinu sínu þar. Hann skoraði 9 mörk og lagði upp þrjú mörk en var þó ekki í uppáhaldi hjá José Mourinho á seinna tímabilinu sínu með félaginu.

Schurrle segir að Mourinho, sem þjálfar nú Tottenham, hafi farið illa með hann. „Hann er grimmur maður,“ sagði Schurrle í viðtali í Þýskalandi á dögunum. „Ég hugsaði alltaf með sjálfum mér: Hvað er hann að gera? Af hverju kemur hann svona fram við mig? Af hverju gerir hann þetta við fólk?“

Þegar Schurrle lítur til baka þá gerir hann sér grein fyrir því hvað Mourinho vildi og hvað hann var að vinna með. „Á þeim tíma þá gat ég ekki gert það sem hann sagði mér að gera vegna allrar harðneskjunnar og sálfræðilegu pressunnar,“ segir Schurrle. „Þetta var gífurlega erfitt þá, ég keyrði oft heim eftir samtöl við hann og hugsaði með mér að ég gæti þetta ekki lengur. Hvað gat ég gert? Hann setti svo ótrúlega mikla pressu á mig.“

Schurrle segir að Mourinho hafi brotið sjálfstraustið hans í mola. „Oft byrjaði ég leiki og hann tók mig út af í hálfleik,“ segir hann. „Síðan í næsta leik var ég ekki í hópnum og þurfti að horfa á leikinn úr stúkunni. Ég skildi ekki af hverju og missti sjálfstraustið mitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu blóðheitan Jurgen Klopp eftir leik – „Þetta er stærra vandamál“

Sjáðu blóðheitan Jurgen Klopp eftir leik – „Þetta er stærra vandamál“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Birkir Bjarna lét reka sig út af eftir fjórar mínútur í tapi

Birkir Bjarna lét reka sig út af eftir fjórar mínútur í tapi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bjartur ósáttur með grín vegna kórónuveiruhræðslu – „Menn vilja stundum leggjast lágt“

Bjartur ósáttur með grín vegna kórónuveiruhræðslu – „Menn vilja stundum leggjast lágt“
433Sport
Í gær

Newcastle stal sigrinum í lokin

Newcastle stal sigrinum í lokin