fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
433Sport

Sjáðu inn á heimili Beckham fjölskyldunnar – Hefur kostað meira en 11 milljarða

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. október 2020 15:00

Beckham hjónin hafa einkaþyrlupall við nýja heimilið í Dubai. Mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef það er eitthvað sem vantar ekki hjá David og Victoru Beckham þá eru það peningar, bæði hafa þénað ótrúlegar upphæðir í gegnum árin og það sannast ágætlega í þeim húsnæðum sem fjölskyldan á. Knattspyrnukappinn fyrrverandi og Kryddpían hafa það gott.

Beckham og Victoria festu á þessu ári kaup á nýrri íbúð í Miami þar sem David er nú einn af eigendum Inter Miami í MLS deildinni.

Fjölskyldan á svo heimili í London þar sem þau eru stærstan hluta ársins en þau eru einnig með sveitasetur á Englandi þar sem þau eru oft um helgar.

Þá á fjölskyldan tvær íbúðir í Dubai en Beckham hjónin hafa borgað  meira en 11 milljarða fyrir þessi fimm hús.

Saman eiga þau fjögur börn sem hafa alist upp í Bretlandi, Spáni og í Bandaríkjunum en hér að neðan má sjá þau heimili sem fjölskyldan á

Miami – 3,6 milljarðar

Beckham og Victoria Beckham eiginkona hans og fyrrverandi kryddpía fjárfestu nýverið í íbúð í 62 hæða fjölbýlishúsi í miðbæ Miamiborgar. Íbúðin er 960 fermetrar með fimm svefnherbergjum og sex og hálfu baðherbergi.

London – 5,7 milljarðar

Heimilið þar sem fjölskyldan býr í London Holland Park en húsið kostaði 5,7 milljarða árið 2013 og síðan hefur fjölskyldan eytt miklum fjármunum í að breyta heimilinu.

Cotswolds sveitasetrið – 1,1 milljarður

Vveitasetrið sem þau keyptu árið 2016 er mikið notað af fjölskyldunni. Húsið er í smábænum Cotswolds á Suður-Englandi. Beckham og Victoria borguðu 1,1 milljarð fyrir húsið sem áður var sveitabær en var breytt í höll fyrir Beckham hjónin.

Dubai Burj Khalifa – 731 milljón

Íbúðin í Burj Khalifa er ekki eina íbúðin sem hjónin eiga í Dubai þar sem sólin skín alla daga og ljúft er að vera til.

Palm Jumeirah – 237 milljónir

Íbúiðina keyptu Beckham hjónin árið 2003 en hún hefur hækkað all hressilega í verði og væri í dag til sölu fyrir um 2 milljarða. Ágætis fjárfesting það

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta voru síðustu orð Maradona: „Mér líður illa“

Þetta voru síðustu orð Maradona: „Mér líður illa“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arnór í áfalli: Stóð til að Eiður Smári myndi ljúka ferlinum undir stjórn Maradona

Arnór í áfalli: Stóð til að Eiður Smári myndi ljúka ferlinum undir stjórn Maradona
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stiklað á stóru: Ferill Maradona í máli og myndum

Stiklað á stóru: Ferill Maradona í máli og myndum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Meistaradeild Evrópu: Manchester City áfram í 16-liða úrslit

Meistaradeild Evrópu: Manchester City áfram í 16-liða úrslit