fbpx
Mánudagur 23.nóvember 2020
433Sport

Segir Lars Lagerback ljúga

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. október 2020 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexander Sörloth framherji norska landsliðsins segir að Lars Lagerback þjálfari liðsins ljúgi til um hvað gekk á þegar liðið kom síðast saman. Lagerback landsliðsþjálfari Noregs er að berjast í bökkum við að halda starfi sínu þar í landi eftir að hafa mistekist að koma liðinu inn á Evrópumótið í sumar.

Stjórn norska knattspyrnusambandsins segist treysta Lagerback til starfa en fjölmiðlar og sérfræðinga telja hann valtan í sessi. Ekki hjálpar til að Lagerback reifst harkalega við Sörloth eina af stjörnum liðsins í síðasta verkefni. Framherjinn gagnrýndi leikstíl liðsins og undirbúning Lagerback fyrir leikinn gegn Serbíu í umspili um laust sæti á EM. Þar tapaði Noregur og draumurinn um Evrópumótið gekk ekki upp.

Eftir rifrildið eru þeir félagar ekki sammála um það sem gekk á. „Alexander var hins vegar með ásakanir sem snérust ekki bara um hvernig fótbolta við spiluðum. Hann sagði aðstoðarmann minn óhæfan í starfi og hafði sömu sögu að segja um mig, þar talaði hann um stjórnun og fótboltann,“ sagði Lagerback um málið.

Þessu hafnar framherjinn. „Ég hef aldrei sagt að meðlimur í þjálfarateyminu sé vanhæfur. það hef ég aldrei gert. Það sem að ég sagði var að eftir að við leikmenn vorum beðnir um að gefa okkar sýn á stöðuna, þá sagði ég að ég væri mjög efins um það hvernig við undirbjuggum okkur fyrir leikinn við Serba. Ég talaði einnig um þær taktísku breytingar sem gerðar voru,“ sagði Sörloth, og bætti við:

„Allt sem ég sagði við Lagerback var um fótbolta, ég vildi að liðið yrði betur undirbúið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta eru bestu markmenn enska boltans – Óvænt nafn á toppnum

Þetta eru bestu markmenn enska boltans – Óvænt nafn á toppnum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lögreglan kölluð til eftir hótanir og að N-orðið var notað ítrekað

Lögreglan kölluð til eftir hótanir og að N-orðið var notað ítrekað
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þarf að svara til saka eftir að hafa þuklað á kynfærum hans í tvígang

Þarf að svara til saka eftir að hafa þuklað á kynfærum hans í tvígang
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þjóðin horfir mest til þess að fá erlendan þjálfara – Heimir með yfirburði af Íslendingum

Þjóðin horfir mest til þess að fá erlendan þjálfara – Heimir með yfirburði af Íslendingum
433Sport
Í gær

Íslendingar í Noregi: Lærisveinar Jóhannesar unnu mikilvægan sigur – Axel kom inn á í sigri

Íslendingar í Noregi: Lærisveinar Jóhannesar unnu mikilvægan sigur – Axel kom inn á í sigri
433Sport
Í gær

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri Bröndby

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri Bröndby
433Sport
Í gær

Pique frá í nokkra mánuði

Pique frá í nokkra mánuði
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Mögnuð jólaskreyting á heimilinu- „Ég var hrædd“

Sjáðu myndirnar: Mögnuð jólaskreyting á heimilinu- „Ég var hrædd“