fbpx
Mánudagur 23.nóvember 2020
433Sport

Gummi Ben lagðist í heimavinnu eftir tölurnar frá samtökunum – „Ég skil ekki af hverju þessar tölur fara ekki saman“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. október 2020 08:35

Mynd/Hringbraut Gummi Ben

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Sveinn Geirsson formaður Leikmannasamtakanna hefur gagnrýnt þá ákvörðun KSÍ að halda Íslandsmótunum í knattspyrnu áfram án þess að taka samtali við leikmenn að hans sögn. Guðni Bergsson formaður KSÍ hefur svarað fyrir þetta og sagði að sjálfsögðu hafi sambandið hugsað um hag leikmanna þegar þessi ákvörðun var tekinn.

Umræða fór fram í Stúkunni á Stöð2 Sport í gær þar sem rætt var um Leikmannasamtökin sem láta mikið fyrir sér fara í umræðunni og er Arnar Sveinn formaður er mjög áberandi í umræðunni um fótboltann.

„Ég vil vitja hverjir eru í þessum samtökum. Miðað við þau samtöl sem ég hef átt í dag, ég fór í þá klúbba sem ég hef tengingar í,“ sagði Hjörvar Hafliðason í þætti gærdagsins þegar hann og Guðmundur Benediktsson fóru yfir málið.

Arnar Sveinn, formaður Íslensku leikmannasamtakanna. Skjáskot: YouTube

Gummi Ben fór á stúfana og kannaði stöðu mála, hann talaði við fjölda aðila um málið. „Ég talaði við Kristinn Björgúlfsson framkvæmdarstjóra samtakanna sem kom þessu á stokk, hann sendi mér tölur um að það væri 181 leikmaður í efstu deild karla sem væri í samtökunum. Ég fór á stúfana og ræddi við nokkur lið, mig langaði að vita eftir að hafa séð þessa könnun um daginn. Ég fékk þessa tölu frá samtökunum sem gerir að meðaltali 15 leikmenn í hverjum leikmannahóp,“ sagði Guðmundur. Könnunin sem Guðmundur vísaði var um að hætta leik á Íslandsmótinu og var um helmingur leikmanna sem vildi gera það.

Þegar Guðmundur fór svo að tala við félögin kom annað í ljós, þau segja að sárafáir leikmenn komi að samtökunum.

,,Ég hef talað við meira en helminginn af liðunum og þar eru þetta á bilinu 0 til 5 leikmenn í hverjum leikmannahóp, mest hef ég fengið fimm leikmenn í einum leikmannahóp. Ég skil ekki af hverju þessar tölur fara ekki saman, samtökin eru mjög hávær. Hávær er kannski ekki rétta orðið, Arnar Sveinn er víða. Það er ekki mikill áhugi hjá leikmönnunum að vera í þessum samtökum.“

Hjörvar Hafliðason fór í svipaða heimavinnu og segir ekki marga leikmenn vera í samtökunum. „Ég tók svipuð símtöl, það eru hreinar línur að það eru ekki margir leikmenn í þessum samtökum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þjóðin horfir mest til þess að fá erlendan þjálfara – Heimir með yfirburði af Íslendingum

Þjóðin horfir mest til þess að fá erlendan þjálfara – Heimir með yfirburði af Íslendingum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Salah afgreiddi COVID-19 á nokkrum dögum

Salah afgreiddi COVID-19 á nokkrum dögum
433Sport
Í gær

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri Bröndby

Hjörtur kom inn á sem varamaður í sigri Bröndby
433Sport
Í gær

Sjáðu markið: Aron skoraði í jafntefli gegn Malmö

Sjáðu markið: Aron skoraði í jafntefli gegn Malmö
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Mögnuð jólaskreyting á heimilinu- „Ég var hrædd“

Sjáðu myndirnar: Mögnuð jólaskreyting á heimilinu- „Ég var hrædd“
433Sport
Í gær

Andri Rúnar skoraði í sigri Esbjerg

Andri Rúnar skoraði í sigri Esbjerg